„Saga Vestmannaeyja I./ VIII. Þjóðlífslýsingar, 3. hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<br> | |||
<big><center>'''Barnafræðsla og fleira.'''</center> | <big><center>'''Barnafræðsla og fleira.'''</center> | ||
Lína 4: | Lína 5: | ||
Eins og annars staðar hér á landi hvíldi uppfræðsla barna á prestunum og heimilunum sjálfum. Á seinni hluta 18. aldar og fram um miðja 19. öld komust fá börn hér til aldurs sökum hins mikla barnadauða af völdum ginklofans. Tala fermingarbarna er því oftast mjög lág og sum árin kringum 1800 er ekkert barn fermt. Á 20 ára tímabili frá 1785—1805 voru fermd 30 börn.<br> | Eins og annars staðar hér á landi hvíldi uppfræðsla barna á prestunum og heimilunum sjálfum. Á seinni hluta 18. aldar og fram um miðja 19. öld komust fá börn hér til aldurs sökum hins mikla barnadauða af völdum ginklofans. Tala fermingarbarna er því oftast mjög lág og sum árin kringum 1800 er ekkert barn fermt. Á 20 ára tímabili frá 1785—1805 voru fermd 30 börn.<br> | ||
Börnum voru frá unga aldri kennd blessunarorðin, faðirvor og signingar, sálmavers og bænir og kverið eftir að það kom um 1720, Jóns spurningar og síðar Ponti.¹) Hin kristilega uppfræðsla eða undirbúningur til fermingar hjá prestunum varaði hér 4—6 ár samhliða uppfræðingu þeirri, er börnin hlutu hjá foreldrum eða húsbændum í andlegum málum með bæna- og sálmakennslu. Pontakverið eða Ponti, Pontoppidans barnalærdómur, var kennt fram um aldamótin 1800 og tók þá við nýja lærdómsbókin. Uppfræðing barna hér mun hafa verið góð eftir hverrar aldar sið, börnin fá og tveir prestar sameiginlega um uppfræðsluna. Margir eyjaprestanna hafa verið vel menntaðir og gáfaðir menn og meðal lærðustu presta landsins. Margt barna, einkum þó piltar, lærðu skrift og nokkuð í reikningi hjá prestunum, er bæði í katólskum sem lúterskum sið önnuðust uppfræðingu barnanna.<br> | Börnum voru frá unga aldri kennd blessunarorðin, faðirvor og signingar, sálmavers og bænir og kverið eftir að það kom um 1720, Jóns spurningar og síðar Ponti.¹) Hin kristilega uppfræðsla eða undirbúningur til fermingar hjá prestunum varaði hér 4—6 ár samhliða uppfræðingu þeirri, er börnin hlutu hjá foreldrum eða húsbændum í andlegum málum með bæna- og sálmakennslu. Pontakverið eða Ponti, Pontoppidans barnalærdómur, var kennt fram um aldamótin 1800 og tók þá við nýja lærdómsbókin. Uppfræðing barna hér mun hafa verið góð eftir hverrar aldar sið, börnin fá og tveir prestar sameiginlega um uppfræðsluna. Margir eyjaprestanna hafa verið vel menntaðir og gáfaðir menn og meðal lærðustu presta landsins. Margt barna, einkum þó piltar, lærðu skrift og nokkuð í reikningi hjá prestunum, er bæði í katólskum sem lúterskum sið önnuðust uppfræðingu barnanna.<br> | ||
Börnin voru spurð út úr kristindómsfræðunum af héraðsprófasti, er hingað kom venjulega einu sinni á ári. Vitnisburðir um uppfræðslu barna hér eru yfirleitt góðir. Í vísitasíu Sigurðar prófasts Jónssonar frá 18. öld er þess getið, að nokkur börn hafi eigi notið vanalegrar uppfræðslu vegna fákunnáttu og fátæktar foreldranna. Var fenginn sérstakur kennari handa þessum börnum og kostað til þess af almannafé sem til barnaskóla. Þetta var árið 1745. Síðan hefir barnaskólanum verið haldið uppi öðru hvoru. Þannig hélt [[Natanael Gissursson]], sonur [[Gissur Pétursson|séra Gissurar]], skóla fyrir börn í eyjunum á síðari hluta 18. aldar. Var börnunum kennt þar að lesa og kennd barnabiblía Stiestrups, en Lauritz Stiestrup hafði gefið hingað til landsins margar biblíur og nýjatestamenti. Ástæða er til að ætla, að barnaskóli hafi verið starfræktur hér þegar á 16. öld.²)<br> | Börnin voru spurð út úr kristindómsfræðunum af héraðsprófasti, er hingað kom venjulega einu sinni á ári. Vitnisburðir um uppfræðslu barna hér eru yfirleitt góðir. Í vísitasíu Sigurðar prófasts Jónssonar frá 18. öld er þess getið, að nokkur börn hafi eigi notið vanalegrar uppfræðslu vegna fákunnáttu og fátæktar foreldranna. Var fenginn sérstakur kennari handa þessum börnum og kostað til þess af almannafé sem til barnaskóla. Þetta var árið 1745. Síðan hefir barnaskólanum verið haldið uppi öðru hvoru. Þannig hélt [[Natanael Gissurarson (Vilborgarstöðum)|Natanael Gissursson]], sonur [[Gissur Pétursson|séra Gissurar]], skóla fyrir börn í eyjunum á síðari hluta 18. aldar. Var börnunum kennt þar að lesa og kennd barnabiblía Stiestrups, en Lauritz Stiestrup hafði gefið hingað til landsins margar biblíur og nýjatestamenti. Ástæða er til að ætla, að barnaskóli hafi verið starfræktur hér þegar á 16. öld.²)<br> | ||
Það mun hafa tíðkazt hér lengi, að prestarnir hefðu fermingarbörnin heima hjá sér á daginn í viku eða lengur undan fermingunni og fæddu börnin ókeypis. Fermt var venjulega um hvítasunnu eða trinitatis, stundum einnig fermt á haustin. Börnum var raðað eftir kunnáttu og seinna eftir stafrófsröð. Við ferminguna voru börnin spurð út úr í áheyrn safnaðarins.<br> | Það mun hafa tíðkazt hér lengi, að prestarnir hefðu fermingarbörnin heima hjá sér á daginn í viku eða lengur undan fermingunni og fæddu börnin ókeypis. Fermt var venjulega um hvítasunnu eða trinitatis, stundum einnig fermt á haustin. Börnum var raðað eftir kunnáttu og seinna eftir stafrófsröð. Við ferminguna voru börnin spurð út úr í áheyrn safnaðarins.<br> | ||
Með lögum 9. jan. 1880 var prestum gert að skyldu, að sjá um að börn, er til þess væru hæf, lærðu skrift og reikning. Árið 1873 voru 151 skrifandi af sóknarfólki hér. Voru af karlmönnum yfir tvítugt 40 óskrifandi og 152 konur. Eftir útkomu laganna frá 1880 var bráðlega hafizt handa hér í Vestmannaeyjum og reist hér barnaskólahús af steini 1883—1884 og hingað fenginn kennari. Húsið var reist af höggnu móbergi og var byrjað að höggva steininn nokkrum árum áður. Til skólabyggingarinnar var fengið lán úr viðlagasjóði, 1500 kr., sbr. landshöfðingjabréf 11. júní 1884. Á fjárlögum var síðan ætlað nokkurt fé til barnaskólahalds hér.<br> | Með lögum 9. jan. 1880 var prestum gert að skyldu, að sjá um að börn, er til þess væru hæf, lærðu skrift og reikning. Árið 1873 voru 151 skrifandi af sóknarfólki hér. Voru af karlmönnum yfir tvítugt 40 óskrifandi og 152 konur. Eftir útkomu laganna frá 1880 var bráðlega hafizt handa hér í Vestmannaeyjum og reist hér barnaskólahús af steini 1883—1884 og hingað fenginn kennari. Húsið var reist af höggnu móbergi og var byrjað að höggva steininn nokkrum árum áður. Til skólabyggingarinnar var fengið lán úr viðlagasjóði, 1500 kr., sbr. landshöfðingjabréf 11. júní 1884. Á fjárlögum var síðan ætlað nokkurt fé til barnaskólahalds hér.<br> | ||
Barnakennslu höfðu hér á þessum árum og fram yfir aldamótin og sumir unglingakennslu: [[Lárus Árnason]] stúdent frá Vilborgarstöðum, er var fyrstur skipaður barnakennari hér við hinn nýja skóla, [[Jón Thorstensen|Jón Thorsteinssen]], síðar prestur að Þingvöllum, [[Páll Pálsson]], [[Kristmundur Árnason]] frá Vilborgarstöðum. Síðar [[Magnús Þorsteinsson ( | Barnakennslu höfðu hér á þessum árum og fram yfir aldamótin og sumir unglingakennslu: [[Lárus Árnason]] stúdent frá Vilborgarstöðum, er var fyrstur skipaður barnakennari hér við hinn nýja skóla, [[Jón Thorstensen|Jón Thorsteinssen]], síðar prestur að Þingvöllum, [[Páll Pálsson]], [[Kristmundur Árnason]] frá Vilborgarstöðum. Síðar [[Magnús Þorsteinsson (Landlyst)|Magnús Þorsteinsson]], seinna prestur að Mosfelli. Þessir kenndu hér stuttan tíma. Séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeir Guðmundsen]] hafði barnakennsluna á hendi nokkurt skeið. [[Valdimar Friðfinnsson]], norðl., [[Árni Filippusson]] skólastj., [[Eiríkur Hjálmarsson]], er hér var kennari í 38 ár, [[Steinn Sigurðsson]] skólastj.³)<br> | ||
Í þinghúsi eyjanna, húsinu [[Borg]], uppi á lofti, var barnaskólinn haldinn eftir að gamli barnaskólinn, er orðinn var of lítill, var lagður niður 1903. Húsið nefnist nú [[Dvergasteinn]].<br> | Í þinghúsi eyjanna, húsinu [[Borg]], uppi á lofti, var barnaskólinn haldinn eftir að gamli barnaskólinn, er orðinn var of lítill, var lagður niður 1903. Húsið nefnist nú [[Dvergasteinn]].<br> | ||
Nýtt barnaskólahús var reist 1915, stórt og vandað steinhús. Hefir það verið stækkað mikið 1927—1929, austurálman. Skólalóðin er nær 1 ha. að stærð og girt steinsteyptri girðingu.<br> | Nýtt barnaskólahús var reist 1915, stórt og vandað steinhús. Hefir það verið stækkað mikið 1927—1929, austurálman. Skólalóðin er nær 1 ha. að stærð og girt steinsteyptri girðingu.<br> | ||
Skólastjórar nýja skólans: [[Björn Hermann Jónsson|Björn H. Jónsson]], [[Páll Bjarnason]] (d. 1938) og [[Halldór Guðjónsson]].<br> | Skólastjórar nýja skólans: [[Björn Hermann Jónsson|Björn H. Jónsson]], [[Páll Bjarnason]] (d. 1938) og [[Halldór Guðjónsson]].<br> | ||
Tilsögn í erlendum tungumálum í heimaskóla veittu [[Árni Sigurðsson frá Nýborg]], [[Lárus Johnsen]] og [[Axel Bjarnasen]].<br> | Tilsögn í erlendum tungumálum í heimaskóla veittu [[Árni Sigurðsson (Nýborg)|Árni Sigurðsson]] frá [[Nýborg]], [[Lárus J. Johnsen|Lárus Johnsen]] og [[Axel Bjarnasen]].<br> | ||
''Skólaárið 1926—1927'':<br> | ''Skólaárið 1926—1927'':<br> | ||
Fastir kennarar barnaskólans: 12. Starfsvikur 30. Námsgr. um fram lögboðnar: 2. Skólabörn: 376, 170 piltar og 206 stúlkur, — undir 10 ára: 135, 10—14 ára: 241. Námstími: 28—30 vikur: 272 börn, 24—27 vikur: 75 börn, 12—23 vikur: 18 börn, undir 12 vikum: 11 börn. Ársprófi luku: 339, fullnaðarprófi: 58, og voru einkunnir þeirra þannig: 5 fengu: 7, 28: 6, 21: 5, 4: 4. Kostnaður nam samtals 52,157 kr. (þar af laun kennara 33,029 kr.), þar með taldar úr ríkissjóði rúmar 18,000 kr.⁴)<br> | Fastir kennarar barnaskólans: 12. Starfsvikur 30. Námsgr. um fram lögboðnar: 2. Skólabörn: 376, 170 piltar og 206 stúlkur, — undir 10 ára: 135, 10—14 ára: 241. Námstími: 28—30 vikur: 272 börn, 24—27 vikur: 75 börn, 12—23 vikur: 18 börn, undir 12 vikum: 11 börn. Ársprófi luku: 339, fullnaðarprófi: 58, og voru einkunnir þeirra þannig: 5 fengu: 7, 28: 6, 21: 5, 4: 4. Kostnaður nam samtals 52,157 kr. (þar af laun kennara 33,029 kr.), þar með taldar úr ríkissjóði rúmar 18,000 kr.⁴)<br> | ||
Adventistar halda og uppi barnaskóla hér í 3 deildum. Skólastjóri er [[Júlíus Guðmundsson]].<br> | Adventistar halda og uppi barnaskóla hér í 3 deildum. Skólastjóri er [[Júlíus Guðmundsson]].<br> | ||
[[Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum|Betel-söfnuðurinn]] rekur hér sunnudagaskóla.<br> | [[Blik 1967/Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum 40 ára|Betel-söfnuðurinn]] rekur hér sunnudagaskóla.<br> | ||
''Unglingaskólakennslu'' héldu hér uppi veturinn 1917—1918 í húsinu Borg þeir [[Sigfús M. Johnsen]] og Björn H. Jónsson.<br> | ''Unglingaskólakennslu'' héldu hér uppi veturinn 1917—1918 í húsinu Borg þeir [[Sigfús M. Johnsen]] og Björn H. Jónsson.<br> | ||
[[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|''Gagnfræðaskóli'']] er nú starfræktur hér. Skólastjóri er [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteinn Þ. Víglundarson]]⁵).<br> | [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum|''Gagnfræðaskóli'']] er nú starfræktur hér. Skólastjóri er [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteinn Þ. Víglundarson]]⁵).<br> |
Núverandi breyting frá og með 17. febrúar 2016 kl. 21:28
Eins og annars staðar hér á landi hvíldi uppfræðsla barna á prestunum og heimilunum sjálfum. Á seinni hluta 18. aldar og fram um miðja 19. öld komust fá börn hér til aldurs sökum hins mikla barnadauða af völdum ginklofans. Tala fermingarbarna er því oftast mjög lág og sum árin kringum 1800 er ekkert barn fermt. Á 20 ára tímabili frá 1785—1805 voru fermd 30 börn.
Börnum voru frá unga aldri kennd blessunarorðin, faðirvor og signingar, sálmavers og bænir og kverið eftir að það kom um 1720, Jóns spurningar og síðar Ponti.¹) Hin kristilega uppfræðsla eða undirbúningur til fermingar hjá prestunum varaði hér 4—6 ár samhliða uppfræðingu þeirri, er börnin hlutu hjá foreldrum eða húsbændum í andlegum málum með bæna- og sálmakennslu. Pontakverið eða Ponti, Pontoppidans barnalærdómur, var kennt fram um aldamótin 1800 og tók þá við nýja lærdómsbókin. Uppfræðing barna hér mun hafa verið góð eftir hverrar aldar sið, börnin fá og tveir prestar sameiginlega um uppfræðsluna. Margir eyjaprestanna hafa verið vel menntaðir og gáfaðir menn og meðal lærðustu presta landsins. Margt barna, einkum þó piltar, lærðu skrift og nokkuð í reikningi hjá prestunum, er bæði í katólskum sem lúterskum sið önnuðust uppfræðingu barnanna.
Börnin voru spurð út úr kristindómsfræðunum af héraðsprófasti, er hingað kom venjulega einu sinni á ári. Vitnisburðir um uppfræðslu barna hér eru yfirleitt góðir. Í vísitasíu Sigurðar prófasts Jónssonar frá 18. öld er þess getið, að nokkur börn hafi eigi notið vanalegrar uppfræðslu vegna fákunnáttu og fátæktar foreldranna. Var fenginn sérstakur kennari handa þessum börnum og kostað til þess af almannafé sem til barnaskóla. Þetta var árið 1745. Síðan hefir barnaskólanum verið haldið uppi öðru hvoru. Þannig hélt Natanael Gissursson, sonur séra Gissurar, skóla fyrir börn í eyjunum á síðari hluta 18. aldar. Var börnunum kennt þar að lesa og kennd barnabiblía Stiestrups, en Lauritz Stiestrup hafði gefið hingað til landsins margar biblíur og nýjatestamenti. Ástæða er til að ætla, að barnaskóli hafi verið starfræktur hér þegar á 16. öld.²)
Það mun hafa tíðkazt hér lengi, að prestarnir hefðu fermingarbörnin heima hjá sér á daginn í viku eða lengur undan fermingunni og fæddu börnin ókeypis. Fermt var venjulega um hvítasunnu eða trinitatis, stundum einnig fermt á haustin. Börnum var raðað eftir kunnáttu og seinna eftir stafrófsröð. Við ferminguna voru börnin spurð út úr í áheyrn safnaðarins.
Með lögum 9. jan. 1880 var prestum gert að skyldu, að sjá um að börn, er til þess væru hæf, lærðu skrift og reikning. Árið 1873 voru 151 skrifandi af sóknarfólki hér. Voru af karlmönnum yfir tvítugt 40 óskrifandi og 152 konur. Eftir útkomu laganna frá 1880 var bráðlega hafizt handa hér í Vestmannaeyjum og reist hér barnaskólahús af steini 1883—1884 og hingað fenginn kennari. Húsið var reist af höggnu móbergi og var byrjað að höggva steininn nokkrum árum áður. Til skólabyggingarinnar var fengið lán úr viðlagasjóði, 1500 kr., sbr. landshöfðingjabréf 11. júní 1884. Á fjárlögum var síðan ætlað nokkurt fé til barnaskólahalds hér.
Barnakennslu höfðu hér á þessum árum og fram yfir aldamótin og sumir unglingakennslu: Lárus Árnason stúdent frá Vilborgarstöðum, er var fyrstur skipaður barnakennari hér við hinn nýja skóla, Jón Thorsteinssen, síðar prestur að Þingvöllum, Páll Pálsson, Kristmundur Árnason frá Vilborgarstöðum. Síðar Magnús Þorsteinsson, seinna prestur að Mosfelli. Þessir kenndu hér stuttan tíma. Séra Oddgeir Guðmundsen hafði barnakennsluna á hendi nokkurt skeið. Valdimar Friðfinnsson, norðl., Árni Filippusson skólastj., Eiríkur Hjálmarsson, er hér var kennari í 38 ár, Steinn Sigurðsson skólastj.³)
Í þinghúsi eyjanna, húsinu Borg, uppi á lofti, var barnaskólinn haldinn eftir að gamli barnaskólinn, er orðinn var of lítill, var lagður niður 1903. Húsið nefnist nú Dvergasteinn.
Nýtt barnaskólahús var reist 1915, stórt og vandað steinhús. Hefir það verið stækkað mikið 1927—1929, austurálman. Skólalóðin er nær 1 ha. að stærð og girt steinsteyptri girðingu.
Skólastjórar nýja skólans: Björn H. Jónsson, Páll Bjarnason (d. 1938) og Halldór Guðjónsson.
Tilsögn í erlendum tungumálum í heimaskóla veittu Árni Sigurðsson frá Nýborg, Lárus Johnsen og Axel Bjarnasen.
Skólaárið 1926—1927:
Fastir kennarar barnaskólans: 12. Starfsvikur 30. Námsgr. um fram lögboðnar: 2. Skólabörn: 376, 170 piltar og 206 stúlkur, — undir 10 ára: 135, 10—14 ára: 241. Námstími: 28—30 vikur: 272 börn, 24—27 vikur: 75 börn, 12—23 vikur: 18 börn, undir 12 vikum: 11 börn. Ársprófi luku: 339, fullnaðarprófi: 58, og voru einkunnir þeirra þannig: 5 fengu: 7, 28: 6, 21: 5, 4: 4. Kostnaður nam samtals 52,157 kr. (þar af laun kennara 33,029 kr.), þar með taldar úr ríkissjóði rúmar 18,000 kr.⁴)
Adventistar halda og uppi barnaskóla hér í 3 deildum. Skólastjóri er Júlíus Guðmundsson.
Betel-söfnuðurinn rekur hér sunnudagaskóla.
Unglingaskólakennslu héldu hér uppi veturinn 1917—1918 í húsinu Borg þeir Sigfús M. Johnsen og Björn H. Jónsson.
Gagnfræðaskóli er nú starfræktur hér. Skólastjóri er Þorsteinn Þ. Víglundarson⁵).
Námsskeið í siglingafræði og vélfræði eru haldin árlega.
Kvöldskóli fyrir iðnnemendur er og starfræktur.
Lestrarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1862. Var því veittur 200 rd. styrkur frá ríkisstjórninni 1865. Fyrir aldamótin 1900 voru í bókasafninu 800 bækur. Bókasafn Vestmannaeyja stendur með allmiklum blóma. — Einar Sigurðsson hraðfrystihússeigandi hefir komið upp bókasafni fyrir starfsfólk sitt.
Til fróðleiks vil ég geta þess, að samkvæmt skrá um lærða menn, samanborið við fólksfjölda á vissu tímabili, telja Vestmannaeyjar 23,9‰, meðaltal fyrir allt landið 18‰⁶). Ekki eru hér taldir menn nokkrir hér fæddir, er störfuðu erlendis. Meðal rithöfunda hefði og verið rétt að telja Kristján Magnussen sjá um hann í kaflanum um Herfylkinguna.
Meðan prestarnir voru hér tveir, munu þeir hafa flutt messugjörð sameiginlega á hverjum helgum degi í Landakirkju frá því að hún var reist. Messað var klukkan 12 á hádegi á sunnudögum. Kirkjufólk hópaði sig úti fyrir og stóð undir kirkjuveggnum eða gekk um kirkjugrundina. Hér við kirkjuna voru samfundir fólks, er sjaldan hittist ella. Flest fólkið gekk inn, þegar samhringt var. Ósvinna þótti að ganga inn meðan prestur tónaði eða var fyrir altari. Yfirleitt kepptist fólk við að vera komið í sæti áður en tekið var til messu.
Lengi hafði það tíðkazt hér, að greidd væru sætagjöld til
kirkjunnar í Vestmannaeyjum. Á seinni hluta 19. aldar greiddu
húsfreyjur fyrir sæti sín í innri stólunum niðri í kirkjunni smáþóknun í eitt skipti fyrir öll. Áttu sumar konur og sæti fyrir stúlkur sínar. Þótti virðing í því að ráða yfir mörgum sætum.
Innstar sátu konur heldri bænda og nefndarmanna. Mun tilhögunin um sætin hafa verið hér allgömul. Lengi átti t.d. húsfrú Kristín Einarsdóttir í Nýjabæ, dáin 1899, ekkja þeirra alþingismannanna Magnúsar Austmanns og Þorsteins Jónssonar í Nýjabæ, innsta sætið sunnan megin. Eva, dóttir séra Páls, átti 5.
sætið. Bændur sátu í kórnum. Þar mátti eigi sitja lausingjalýður, miklir drykkjumenn eða lögfallnir menn⁷). Í Landakirkju
er prédikunarstóllinn upp af altarinu, og var það hér siður og
helzt enn, að bændurnir í kórnum til beggja hliða rísa upp til
virðingar við prestinn, meðan hann fer upp í prédikunarstólinn og eins er prestur stígur úr honum. Söngpallur var settur í kirkjuna um leið og til hennar var fengið orgel 1879. Aftast í kirkjunni sat á dreifingi ógift fólk, lausamenn og vinnufólk, stúlkur niðri og karlmenn uppi á lofti. Efsta loftið yfir
söngpallinum var kallað haustmannaloft. Þar sátu oft vermenn
af landi. Í stúkunum á miðlofti beggja vegna voru sérstök sæti
fyrir fjölskyldur. Voru þau sæti dýrust í kirkjunni. Innst voru
prests- og sýslumannsstúkurnar.
Kirkjan var miðstöð alls hins andlega lífs. Þar var og aðalsamkomustaður eyjafólks lengstum. Prestarnir fluttu hér hinar lögmæltu messugjörða-, skírnar- og fermingarathafnir, fyrirbænir, tilbænatökur sjúkra, yfirsöngva yfir hinum dánu, hjónabandslýsingar og hjónavígslur. Lengi fyrr voru prestarnir hér tveir við hverja messugjörð, er hefir sett sinn svip á.
Við kirkjuna voru ýmsar tilkynningar birtar, er fólk varðaði. Að aflokinni messu fluttu hreppstjórar ýmsar tilkynningar, svo sem um fugla- og fiskveiðasamþykktir, ýmis konar boð og bönn. Hér var og tilkynnt um fjársöfn, úteyjaferðir og landferðir. Uppboðsauglýsingar voru og birtar hér. Hér lýstu prestarnir ákvörðunum varðandi fiskatíundir og önnur gjöld. Sýslumenn létu lesa upp við kirkjudyrnar samþykktir um greiðslu sýslumannsfiskjarins. Hér var og lýst lausum ábúðum á jörðum, og það jafnvel af landi. Uppboðsþing á landi voru og stundum birt hér.
Hinn gamli siður, að konur að afstöðnum barnsburði væru „leiddar í kirkju“, hélzt hér lengi.
Altarisgöngur voru á seinni tímum í sambandi við fermingar. Það var lengi siður hér, að mæður eða aðrir nánustu aðstandendur fermingarbarna véku með börnin út úr kirkjunni skömmu áður en fermingarathöfnin byrjaði, til þess að hagræða búningum barnanna, en allar fermingarstúlkurnar báru skaut, og til þess að signa börnin og segja þeim fyrir, hvernig þau skyldu haga sér við altarið. Sama átti sér og stað við altarisgöngur.
Föstumessur voru sungnar á miðvikudögum á langaföstu fram á síðari hluta 19. aldar. Föstumessur byrjuðu mjög snemma róðrardaga, um klukkan 6 á morgnana, áður en farið var á sjó, og hlýddu formenn og hásetar stundum alsjóklæddir messunni, en siður var, að allir sjómenn hlýddu föstumessum og þótti annað ósvinna. Í tíð séra Guðmundar Högnasonar í Kirkjubæ voru föstumessur sungnar í bænhúsinu í Kirkjubæ fyrir fólk af Vilborgarstaða- og Kirkjubæjarhverfunum. Um séra Pál Jónsson skálda í Kirkjubæ er sögð þessi saga: Meðan séra Páll var prestur í eyjunum, réri þar formaður úr Landeyjum, er Þorsteinn hét Hreinsson. Skip hans hét Nói. Hafði Þorsteinn róið margar vertíðir í eyjum. Eitt sinn kom Þorsteinn ekki að hlýða föstumessunni. Setti séra Páll ofan í við hann fyrir þetta, en það kom fyrir ekki. Skömmu síðar einn miðvikudagsmorgun, er séra Páll kom á fætur, aðrir segja, að hann hafi komið frá kirkju að bæ sínum, sér hann, að Þorsteinn er að róa fyrir Klettsnef. Mælti þá prestur af reiði fyrir munni sér, þó svo hátt, að menn heyrðu: „Það má mikið vera, ef hann Þorsteinn rær á honum Nóa fyrir Klettsnef á miðvikudögum að ári.“ Bar nú ekkert til tíðinda, það sem af var vertíðar. En um vorið eftir lokin, er Þorsteinn ætlaði að lenda báti sínum við Landeyjasand, mölbrotnaði skipið í lendingu, en menn allir komust af. Réri Þorsteinn eftir þetta eigi í eyjum.
Á aðfangadagskvöld jóla og á gamlárskvöld var haldinn kvöldsöngur í Landakirkju. Fóru þá flestir til kirkju, er heimangengt áttu. Margir báru með sér ljósker, heimagerðar handluktir af tré, með logandi kerti, til að lýsa fyrir sér á leiðinni til kvöldsöngsins. Mátti þá sjá fólkshópana koma hvaðanæfa að ofan fyrir Hraun, austan af bæjum, Kirkjubæ og Vilborgarstöðum, og neðan úr Sandi. Fyrir hverjum hóp gengu einn eða fleiri með ljósker í hendi. Við kvöldsönginn og á stórhátíðum yfirleitt var siður að opna kórdyrnar, er ætíð voru lokaðar ella. Þótti fólki mikið til þess koma, er gengið var um kórdyrnar. Ljós voru tendruð á kertaboganum fyrir framan kórinn.
Jólahelgi var hér mjög mikil. Á aðfangadagskvöld mátti eigi snerta spil, dansa eða viðhafa nokkra kátínu eða hávaða. Ljós loguðu í hverju húsi nóttina helgu og sömuleiðis á nýjársnótt. Börnum og hjúum var gefin einhver flík eða plagg á jólunum, svo að enginn færi í jólaköttinn. Á seinni hluta 19. aldar og fram um aldamótin voru víða höfð jólatré og voru þau öll heimasmíðuð. Vel telgdur viðarbolur með negldum renndum greinum og vafið lyngi eða mislitum pappír um. Á greinunum voru hengdir marglitir fagurlega brugðnir bréfpokar, fylltir sætabrauði og öðru góðgæti, einnig vandlega riðnir krossar og útskornar myndir í tré og bein. Unnu börnin sjálf að því með hinum fullorðnu að búa til jólatrésskrautið.
Víða var það siður að fara á fætur í bítið á jóladaginn. Var þá fyrst gegnt skepnum og síðan lesinn jólalesturinn og sunginn fyrrum sálmurinn: „Með gleðiraust og helgum hljóm“, og mátti enginn neyta neins fyrr en að afstöðnum lestri. Síðan var farið til kirkju um kl. 12, og sums staðar enn lesinn lestur, er komið var frá kirkjunni.
Hér viðhélzt hjá mörgum að skammta jólamatinn upp á gamla móðinn, fulla diska af hangikjöti og saltkjöti, brauði með smjöri, floti og tólg, rúllupylsum og öðrum góðgæti, svo að nægja myndi til heillar viku. Annar eins skammtur var útlátinn á nýjársdag. Höfðu menn mat þennan sem aukagetu, og treindu sumir lengi. Margir gáfu vinnumönnum, einkum ef vel hafði aflazt á árinu, flösku af brennivíni, eða mjöð, ratafíu og extrakt. Á jóladagskvöld og einkum á annan í jólum léttu sumir sér upp og spiluðu á spil. Milli jóla og nýjárs þágu menn heimboð hver hjá öðrum.
Húslestrar voru lesnir hér á öllum eða allflestum bæjum fram undir lok 19. aldar og víða lengur, frá veturnóttum og fram á vor. Var lesið í postillum, hugvekjum og biblíunni, og nægur kostur guðsorðabóka á flestum bæjum, eins og sýnt verður. Á sunnudögum lásu flestir í Vídalínspostillu, Jónsbók, og seinna í Péturspostillu og Helgapostillu. Passíusálmar voru sungnir á föstunni. Á undan og eftir lestri var sunginn sálmur, framan af í grallaranum og síðar í sálmabókinni. Eftir lestur signdu menn sig og buðu hver öðrum góðar stundir, og þökkuðu lesaranum fyrir lesturinn. Á mörgum bæjum var aldrei svo seint komið af sjó á vertíð, og búið að ganga frá afla, að menn gæfu sér eigi tíma til að lesa kvöldlesturinn áður en gengið var til svefns.
Lestrarkunnáttu margra mun hafa verið fremur ábótavant hér sem annars staðar, en ætíð sköruðu nokkrir fram úr fjöldanum. Skrifandi manna úr bændastétt hefir helzt verið að leita meðal nefndarbænda og hreppstjóra. Innsigli, signet, hafa flestir bændur átt fyrrum.
Samkvæmt húsvitjunarbókum Vestmannaeyja frá fyrri hluta 19. aldar er talið, að færar húslestrarbækur séu til hjá hverjum bónda, en í þessum efnum sé fremur áfátt hjá tómthúsmönnunum. Árið 1826 segir, að allir bændur í Kirkjubæjarsókn utan tveir eigi nægar húslestrarbækur, og var hjá öðrum þessara tveggja talið stafa af fátækt. Af átta tómthúsmönnum þá þar í sókninni höfðu aðeins þrír nægar húslestrarbækur. Góður kostur guðsorðabóka er á heimilum í Vestmannaeyjum yfirleitt á seinni hluta 19. aldar, og er talað um yfirfljótanlegar guðsorðabækur á bæjum og nægar húslestrarbækur á öðrum. Vídalínspostilla er á nær hverjum bæ, þar sem hana vantar er Steinsbiblía og Sturmshugvekjur. Algengustu guðsorðabækur hér í Vestmannaeyjum um og eftir miðja 19. öld voru sem hér segir: Vídalínspostilla, Sturmshugvekjur, Biblíukjarni, Biblía, Árnabiblía, Steinsbiblía, Hösterságrip, Gerardiihugvekjur, Sveinbjarnarhugvekjur, Nýja testamenti, Münstershugleiðingar, Höfuðgreinabókin, Rostoksbiblía, þýdd af Oddi Gottskálkssyni, Historía pínunnar, þýdd af Oddi Gottskálkssyni, Um guðsbarnaborðskik, útg. 1798, Tímans endi, tækifærisræður, Kristindómsbók J. Vídalíns, Sálareintal, Vigfúsarhugvekjur, Krossskólahugvekjur, Iðrunarspegill, Iðrunarsaltari, Vajsenhúsbiblía, Schevingsbók, V. Scheving 1824, Píslarþankar, Föstuhugvekjur, Fæðingarhugvekjur, Fæðingarsálmar, Misserisskiptabænir, Himins vegur, útg. Kaupmannahöfn 1777, Lífsins vegur, Hólum 1743, Lífsvegur, Hólum 1599, Flokkabók eldri og yngri, Passíusálmar, Grallari, Messusöngsbók, Sálmabók, Bjarnabænir, Þórðarbænakver, Joh. Lasseni bænakver, Olearii bænakver, Hallgrímskver, Lúthers bænakver, Balles skólakver, Lúthers kver, Prestavilla.
Sunnudagshelgi var mikil hjá mörgu fólki, svo að eigi mátti nota sunnudaginn til vinnu nema nauðsyn krefði.
Húslestrar á sunnudögum tíðkuðust einnig hjá veiðimönnum í úteyjum. Örnefnið Kirkja í Elliðaey hafa sumir haldið að væri dregið af því, að þar hafi fyrrum verið lesnir húslestrar undir berum himni.
Sjóferðabæn var lesin á hverju skipi, að minnsta kosti á vertíð, í hvert sinn, er farið var á sjó, og hélzt fram yfir aldamótin síðustu meðan róið var á opnum skipum.
Hásetar voru kallaðir til sjós af formanni með þessum orðum: „Ég er að kalla til skips í Jesú nafni,“ eða: „Gakktu til skips og skinnklæddu þig í Jesú nafni.“ Þegar skipið var sett fram bað formaður háseta „að standa að í Jesú nafni.“
Á útdráttardaginn var eigi róið fyrr en í björtu. Skipaflotinn hélt allur út á Botn og staðnæmdist inn við Löngu, og þar var á hverju skipi í flotanum lesin útdráttarbænin, er átti sérstaklega við þennan dag, samin af eyjaprestum. Áttu sumir formenn uppskrifaðar bænir eftir marga presta, því að það hafði verið venja hér lengi, að hver nýkominn prestur semdi nýja útdráttarbæn. Útdráttarbæn eftir séra Guðmund Högnason í Kirkjubæ var í miklum metum. Það er í minnum meðal sjómanna, hversu alvarleg og hátíðleg þessi stund hafi verið, er allar skipshafnirnar, hver í námunda við aðra, hlýddu samtímis í dýpstu lotningu á bænina, er formaður las á hverju skipi, en skipverjar sátu berhöfðaðir á meðan. Eftir bænina var lesið faðirvorið.
Aðra daga var lesin hin venjulega sjóferðabæn, hana lásu allir í hljóði. Á undan bæninni stóð formaður upp og mælti hátt: „Við skulum svo biðja almáttugan guð að vera með okkur, í Jesú nafni.“ Tóku þá allir ofan og bændu sig. Að lokinni bæn og lestri faðirvorsins hafði formaður yfir eftirmálann: „Förum við svo allir okkar leið í ótta drottins“ o.s.frv. Sumir formenn krossuðu yfir skipið og signdu það.
Meðan róið var á opnum skipum, héldust allir hinir gömlu hættir óbreyttir, enda gengu formenn ríkt eftir, að öllu væri haldið í sama horfi. Sjólestur hófst, þegar komið var vel á flot og búið var að ára, áður en lagt var út á Leiðina.
Í úteyjaferðum, bæði er farið var til fugla og til að vitja sauðfjárins, var venja að lesa sjóferðabæn, og fjallferðabæn lásu fuglamenn og fjallgöngumenn í hvert sinn, er þeir fóru í fjöll til að sækja til veiða, og helzt þessi siður enn í dag hjá sumum.
Í sumum úteyjum heitir Bænabringur, stallur eða kór skammt frá sjó. Þar var venja, að veiðimennirnir staðnæmdust, er þeir stigu af skipi. Á Bænabringnum krupu menn og lásu fjallferðabænina og faðirvorið áður en lagt var upp á eyna. Flagg eða veifa var haft við sigluhún á skipum, er komið var úr veiðiför í úteyjum, einkum úr Súlnaskeri, og allt hafði gengið vel.
Á mörgum eldri vertíðarskipanna voru á bitafjölina skorin út vers. Þessar útskornu bitafjalir eru nú flestar glataðar. Sem dæmi nefni ég bátinn Langvinn, er smíðaður var hér í Þorlaugargerði um 1850. Á bitafjölina var letrað: „Langvinn stýri lukkan hlynn á Laxapolli. Hæstur guð á himnapalli, hallardrottinn yfir þér stalli.“ Á bátnum Enok, er smíðaður var upp úr litlum bát, var rist á bitafjölina: „Enok leiði áls á heiði og auki gæðonum, veginn greiði, grandi sneyði guð í hæðonum.“
Heimildir og umfjöllun í þessum hluta:
1) Sjá fermingarlöggjöfina 1744, konungsbr. um confirmation 29. maí 1744, tilsk. um barnaspurningar 29. maí 1744 og tilsk. um húsvitjanir 27. maí 1746.
3) Sbr. örnefnið Skólahúsgarður, umboðsr. Vestmannaeyja frá 16. öld, Þ.jóðskj.s.
4) Árið 1894 voru 2 deildir í barnaskólanum. Í eldri deildinni hjá séra Oddgeiri voru 16 börn og í hinni yngri hjá Eiríki Hjálmarssyni voru 13 börn.
5) Sjá bréf séra Jóns Austmanns til sýslumanns 1857, sýsluskjöl Vestmannaeyja.