Natanael Gissurarson (Vilborgarstöðum)
Natanael Gissurarson bóndi og skólastjóri í Norðurgarði og á Vilborgarstöðum fæddist um 1700 og var á lífi við bændatal 1762. Hann var sagður 63 ára við bændatalið, en finnst ekki á mt 1703.
Foreldrar hans voru sr. Gissur Pétursson sóknarprestur að Ofanleiti, f. 1651, d. 16. apríl 1713, og síðari kona hans Helga Þórðardóttir húsfreyja, f. um 1676.
Natanael mun hafa fengið allgóða kennslu hjá föður sínum meðan honum entist líf, en hann lést 1713. Hann fékk ekki frekari skólun svo kunnugt sé. Hann mun hafa þótt vel menntur, því að forystumenn í kennslumálum Eyjanna fengu hann til að kenna við fyrsta barnaskóla þar og veita honum forstöðu. Þetta var reyndar fyrsti barnaskóli á Íslandi.
Hann var bóndi í Norðurgarði 1735, síðar á Vilborgarstöðum.
Frekari vitneskja um störf hans er að finna í:
Blik 1959/Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum, I. kafli, I. hluti,
Blik 1959/Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum, I. kafli, II. hluti og framhald þeirrar sögu þar.
I. Kona Natanaels var Þorbjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. (1704).
Börn hér:
1. Árni Natanaelsson, f. um 1733, reipslagari í Effersey, bóndi í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík 1801.
2. Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1734, hrapaði til bana 1774.
3. Guðrún Natanaelsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 1735, d. 15. nóvember 1785.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1959/Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum, I. kafli, I. hluti,
- Blik 1959/Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum, I. kafli, II. hluti
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Upp á Vestmannaeyja þingstaðar bæja-, innbyggjara- og bændanöfn. Sigurður Stefánsson sýslumaður 1735.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.