Valdi Jónsson (Sandgerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valdi Jónsson.

Valdi Jónsson fæddist 10. júlí 1872 og lést 21. ágúst 1947. Hann bjó í húsinu Sandgerði við Vesturveg.
Kona hans var Guðrún Stefánsdóttir.

Frekari umfjöllun

Valdi Jónsson í Sandgerði, verkamaður, sjómaður fæddist 21. júní 1874 og lést 21. ágúst 1947.
Foreldrar hans voru Jón Valdason bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 27. maí 1851, d. 15. janúar 1907, og kona hans Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1849, d. 1. júní 1911.

Börn Jóns Valdasonar og Þuríðar Jónsdóttur í Eyjum voru:
1. Guðjón Jónsson formaður á Sandfelli, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.
2. Valdi Jónsson sjómaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1847.
3. Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 1875, d. 1958.
4. Árni Jónsson sjómaður, húsmaður í Stíghúsi, f. 16. maí 1878, fórst með Sjólyst við Bjarnarey 20. maí 1901.

Valdi var með foreldrum sínum í æsku og var einn af bændunum í Steinum 1901 með Guðrúnu konu sinni og barni hans Kristínu.
Þau Guðrún giftu sig 1902 og bjuggu í Mið-Skála 1910 með 5 börnum sínum, en Kristín Karítas var hjá Guðjóni frænda sínum á Sandfelli.
Valdi og Guðrún fluttust frá Mið-Skála að Péturshúsi 1911 með 4 börn sín. Þau voru komin í Sandgerði 1912 og bjuggu þar síðan. Valdi lést 1947, en Guðrún 1954.

Kona Valda, (22. júlí 1902), var Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1878 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1954.
Börn þeirra hér:
1. Eitt barn dáið fyrir 1910.
2. Kristján Þórarinn Valdason, f. 1. febrúar 1903, d. 16. desember 1924.
3. Árni Valdason, f. 17. september 1905, d. 26. júlí 1970.
4. Stefán Sigurþór Valdason, f. 17. mars 1908, d. 24. júlí 1982.
5. Kristný Jónína Valdadóttir, f. 10. október 1909, d. 10. ágúst 1993.
6. Óskar Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 26. mars 1940.
7. Sigurjón Valdason, tvíburi, f. 29. október 1912, d. 13. maí 1984.
8. Guðbjörg Kristjana Halldóra Valdadóttir, f. 10. október 1914, d. 27. apríl 2007.
9. Jón Hafsteinn Valdason, f. 22. janúar 1920, d. 22. október 1920.

II. Barnsmóðir Valda var Elín Pétursdóttir, síðar kona Bergs Jónssonar í Péturshúsi og Stafholti; hún f. 10. janúar 1855, d. 30. júlí 1930.
Barn þeirra var
10. Guðjón Pétur Valdason, f. 4. október 1893, d. 17. ágúst 1989.

III. Barnsmóðir hans var Halldóra Pálsdóttir, f. 5. ágúst 1860, d. 26. júní 1900.
Börn þeirra voru:
11. Kristín Karítas Valdadóttir, f. 21. febrúar 1898, d. 20. september 1938.
12. Páll Valdason þjóðgarðsvörður, múrari, f. 14. júní 1900, d. 8. júní 2000. Barnsmóðir hans Sigrún Sumarrós Jónsdóttir. Kona hans var Hildegard Valdason Allihn af þýskum ættum.

IV. Barnsmóðir Valda var Sigurborg Eyjólfsdóttir verkakona, f. 9. mars 1867, d. 24. ágúst 1933.
Barn þeirra var
13. Lára Valdadóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 28. október 1902 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 19. nóvember 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.