Elín Pétursdóttir (Péturshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Pétursdóttir frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 3. september 1855 og lést 30. júlí 1930 á Dyrhólum við Hásteinsveg 15b.
Foreldrar hennar voru Pétur Erlendsson bóndi, f. 11. júlí 1817 á Syðra-Hvoli í Mýrdal, d. 3. júní 1866, og kona hans Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 27. júní 1910.

Elín var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, var ómagi á Norður-Hvoli 1868/70 til 1871/3, vinnukona á Suður-Hvoli 1871/9-1884/6, vinnukona í Eyjum 1890.
Hún eignaðist barn með Valda 1893.
Þau Bergur giftu sig 1897, eignuðust ekki börn saman, en Bergur fóstraði Guðjón son hennar. Þau bjuggu á Minni-Borg u. Eyjafjöllum 1901, fluttu til Eyja 1907, bjuggu í Péturshúsi 1910, í Stafholti 1920.
Bergur lést 1927. Elín lést 1930 á Dyrhólum.

I. Barnsfaðir Elínar var Valdi Jónsson, síðar í Sandgerði.
Barn þeirra:
1. Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. október 1893, d. 17. ágúst 1989.

II. Maður Elínar, (31. desember 1897), var Bergur Jónsson bóndi, verkamaður, f. 5. september 1847 í Gíslakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. nóvember 1927.
Barn Elínar og fóstursonur Bergs:
1. Guðjón Pétur Valdason útgerðarmaður, skipstjóri, f. 4. október 1893, d. 17. ágúst 1989.
Börn Bergs og fyrri konu hans Katrínar Sigurðardóttur:
2. Sigríður Bergsdóttir bústýra í Hlíðarhúsi, f. 26. júní 1878 í Varmahlíð, d. 13. febrúar 1963.
3. Sigurður Bergsson verkamaður á Efra-Hvoli, f. 19. nóvember 1879, d. 18. júlí 1935.
4. Þuríður Bergsdóttir, f. 1883, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901.
5. Bóel Bergsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. júní 1887, d. 12. nóvember 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.