Bergur Jónsson (Péturshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bergur Jónsson í Péturshúsi, bóndi, verkamaður fæddist 5. september 1847 í Gíslakoti u. Eyjafjöllum og lést 20. nóvember 1927.
Faðir Bergs var Jón bóndi í Gíslakoti undir Eyjafjöllum 1845, 1850 og 1860, f. 1810 í Stórólfshvolssókn, Guðmundsson bónda í Götu í Stórólfshvolssókn 1801 og 1816, Jónssonar, f. 1766 á Strandarhöfða í V-Landeyjum, d. 19. nóvember 1832, og konu Guðmundar Jónssonar, Herdísar húsfreyju í Götu, f. 1770 í Klauf í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1843, Andrésdóttur.
Móðir Bergs og kona (1838) Jóns bónda í Gíslakoti var Þuríður húsfreyja í Gíslakoti; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1835, húsfreyja þar 1840, 1845, 1850, 1860, f. 1815 í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Sigurðardóttir bónda þar 1816, f. um 1774 í Suður-Vík í Mýrdal; var hjá Þuríði dóttur sinni í Gíslakoti 1845 og 1855, Sigurðssonar, og konu Sigurðar Sigurðssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1773 í Ytri-Sólheimum í Mýrdal, ekkja í Klömbru undir Eyjafjöllum 1801, í Bakkakoti þar 1816 með seinni manni sínum, Sigurði; d. 7. júlí 1847, Sigurðardóttur.

Bergur var tökupiltur í Ystabæli 1860, vinnumaður í Ysta-Skála 1870, bóndi í Varmahlíð 1880 og 1890.
Þau Elín giftu sig 1898, bjuggu á Minni-Borg 1901.
Þau fluttu til Eyja 1907, bjuggu í Péturshúsi 1910, í Stafholti 1920.
Bergur lést 1927 og Elín 1930.

I. Fyrri kona Bergs var Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1845, d. 29. júní 1892.
Börn þeirra:
1. Sigríður Bergsdóttir bústýra í Hlíðarhúsi, f. 26. júní 1878 í Varmahlíð, d. 13. febrúar 1963.
2. Sigurður Bergsson verkamaður á Efra-Hvoli, f. 19. nóvember 1879 í Varmahlíð, d. 18. júlí 1935.
3. Þuríður Bergsdóttir, f. 1883, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901.
4. Bóel Bergsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. júní 1887, d. 12. nóvember 1920.
Sonur Katrínar og fyrri manns hennar Árna Jónssonar bónda í Varmahlíð:
5. Árni Árnason skipstjóri, smiður í Gerðum í Garði, Gull, f. 18. desember 1875, d. 11. júní 1967.

II. Síðari kona Bergs, (31. desember 1897), var Elín Pétursdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1855, d. 30. júlí 1930.
Barn hennar með Valda Jónssyni:
6. Guðjón Pétur Valdason, f. 4. október 1893, d. 17. ágúst 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.