Sigurborg Eyjólfsdóttir (verkakona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurborg Eyjólfsdóttir verkakona fæddist 9. mars 1867 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal og lést 24. ágúst 1933 í Eyjum.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi, síðast á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, f. 1. maí 1836 á Seljalandi, d. 14. febrúar 1889, Þórarinsson bónda víða, en síðast á Seljalandi, f. 3. ágúst 1799 í Mörtungu á Síðu, d. 3. júlí 1873, Eyjólfssonar vinnumanns og bónda víða, síðast í Mörtungu, f 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar og konu Eyjólfs í Mörtungu (18. október 1796), Önnu húsfreyju, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttur.
Móðir Eyjólfs á Raufarfelli og kona Þórarins á Seljalandi (30. október 1828) var Guðríður húsfreyja, f. 1. mars 1806 á Ytri-Sólheimum, d. 11. september 1878 á Seljalandi, Eyjólfsdóttir bónda á Ytri-Sólheimum, f. 1763 í Skál á Síðu, d. 6. maí 1842 á Ytri-Sólheimum, Alexanderssonar og fyrri konu Eyjólfs (1791), Guðríðar húsfreyju, f. 1764, d. ?1810, Sigurðardóttur.

Móðir Sigurborgar Eyjólfsdóttur og kona Eyjólfs á Raufarfelli (15. nóvember 1866) var Gunnvör húsfreyja, f. 16. nóvember 1845 í Álftagróf, d. 24. júlí 1921, Sigurðardóttir bónda og hreppstjóra í Pétursey í Mýrdal, f. 6. apríl 1807 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, d. 19. júlí 1872 í Pétursey, Péturssonar bónda á Rauðafelli, f. 1780, d. 9. september 1808, Árnasonar og konu Péturs, Sigríðar húsfreyju, f. 1773, Sigurðardóttur.
Móðir Gunnvarar og barnsmóðir Sigurðar var Salgerður, síðar húsfreyja í Hryggjum í Mýrdal, kona Jóns Steinssonar bónda þar, f. 30. september 1821, Einarsdóttir bónda víða, en síðast á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1790 í Vindási í Hvolhreppi, d. 13. júní 1866 í Hryggjum, Jónssonar, og konu Einars (1. ágúst 1819), Salgerðar húsfreyju, f. 1789 í Vestmannaeyjum, d. 10. júní 1862 á Ketilsstöðum, Bjarnadóttur, f. 1766, Guðmundssonar.

Systir Sigurborgar var Þóranna Eyjólfsdóttir ráðskona á Moldnúpi, síðar í dvöl á Laugalandi, f. 7. september 1881, d. 7. nóvember 1953.

Sigurborg var hjá foreldrum sínum á Stóru-Heiði í Mýrdal 1867-1869, á Raufarfelli 1870 og 1880, var hjá bróður sínum á Moldnúpi 1901, vinnukona á Hlíðarenda í Fljótshlíð 1890. Við mt. 1910 er hún húsmóðir, verkakona með Eyjólf Guðlaugsson, son sinn 4 ára, í Nöjsomhed, verkakona búsett í Sandgerði með Eyjólf hjá sér 1920.

Sigurborg átti börn með þrem mönnum:
I. Barnsfaðir hennar var Ólafur Símonarson verkamaður, f. 18. september 1872, d. 7. júlí 1953.
Barn þeirra var
1. Árni Ólafsson, síðar fiskimatsmaður í Túni, f. 5. september 1898 í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum, d. 22. september 1959.

II. Barnsfaðir Sigurborgar var Valdi Jónsson sjómaður, verkamaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947.
Barn þeirra var
2. Lára Valdadóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 28. október 1902 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 19. nóvember 1989.

III. Barnsfaðir hennar var Guðlaugur Gíslason frá Eyvakoti Stokkseyri, þá vinnumaður á Heiði, f. 4. ágúst 1881, d. 17. desember 1953.
Barn þeirra var
3. Eyjólfur Guðlaugsson verkamaður, f. 8. nóvember 1906, d. 15. september 1930, drukknaði af bátskænu, sem hvolfdi í Höfninni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.