Unnur Ólafsdóttir (Bifröst)
Unnur Ólafsdóttir frá Bifröst, húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík fæddist 10. júlí 1915 og lést 27. júlí 1975.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1880 á Traðarbakka í Akraneshreppi, fórst með Rigmor á Biskæjaflóa 1918, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir frá Hofi í Norðfirði, húsfreyja, f. 14. nóvember 1881, d. 29. ágúst 1952.
Börn Ólafs og Guðrúnar voru:
1. Indíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1905 í Reykjavík, d. 14. október 1967, bjó í Hafnarfirði. Maður hennar var Jón Bergmann Bjarnason vélstjóri.
2. Dagmar Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1910 á Seyðisfirði, d. 10. október 1987, bjó síðast í Reykjavík. Maður hennar var Jón Bjarnason skrifstofustjóri.
3. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975, síðast í Reykjavík. Maður hennar var Gísli Jakobsson bakarameistari.
4. Haukur Ólafsson skipstjóri, verslunarstjóri, f. 18. febrúar 1917 í Eyjum, d. 26. desember 2012. Kona hans var Valborg Jónína Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað, f. 5. október 1926, d. 7. júlí 2016.
Faðir Unnar drukknaði, er hún var um þriggja ára.
Hún var með móður sinni í Bifröst 1920, fluttist með henni og Dagmar systur sinni til Hafnarfjarðar 1922.
Hún kom til Eyja, giftist Gísla 1936 og átti Ólöfu Sjöfn í nóvember, bjuggu á Sunnuhvoli, en á Þorvaldseyri í lok ársins.
Þau fluttust til Reykjavíkur og eignuðust þar fimm börn, bjuggu lengst á Njarðargötu, en fluttu til Hafnarfjarðar um skeið. Að lokum bjuggu þau á Hagamel í Reykjavík.
Unnur vann afgreiðslustörf auk húsfreyjustarfa.
Hún lést 1975. Gísli bjó síðast í Skipasundi 24. Hann lést 1993.
I. Maður Unnar, (20. júní 1936), var Gísli Jakobsson frá Jakobshúsi, bakarameistari, f. 23. desember 1913, d. 26. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Ólöf Sjöfn Gísladóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 30. nóvember 1936 á Þorvaldseyri, Vestmannabraut 35. Maður hennar var Ingi Pétur Konráðs Hjálmsson héraðsráðunautur, f. 24. ágúst 1929, d. 2. október 2011.
2. Gunnlaugur Hafstein Gíslason vélfræðingur, f. 26. október 1937. Kona hans: Halla Guðmundsdóttir húsfreyja.
3. Guðbjörg Gísladóttir, f. 25. ágúst 1940. Maður hennar: Sigurður Sigurðsson.
4. Þorsteinn Gíslason læknir, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, f. 26. júlí 1947. I. Kona hans, skildu, var Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. II. Kona hans, skildu, var Ásdís Jónsdóttir. Sambýliskona hans (1997): María Sigrún Jónsdóttir.
5. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, síðan forstjóri Faxaflóahafna, f. 9. júlí 1955. Kona hans: Hallbera Fríður Jóhannesdóttir húsfreyja.
6. Guðrún Indíana Gísladóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1957. Maður hennar: Þorvarður Guðlaugsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 8. janúar 1994. Minning Gísla.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.