Indíana Ólafsdóttir (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Indíana Ólafsdóttir frá Bifröst, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 3. september 1905 í Reykjavík og lést 14. október 1967.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1880 á Traðarbakka í Akraneshreppi, fórst með Rigmor á Biskæjaflóa 1918, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir frá Hofi í Norðfirði, húsfreyja, f. 14. nóvember 1881, d. 29. ágúst 1952.

Börn Ólafs og Guðrúnar voru:
1. Indíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1905 í Reykjavík, d. 14. október 1967. Maður hennar var Jón Bergmann Bjarnason vélstjóri.
2. Dagmar Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1910 á Seyðisfirði, d. 10. október 1987. Maður hennar var Jón Bjarnason skrifstofustjóri.
3. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975. Maður hennar var Gísli Jakobsson bakarameistari.
4. Haukur Ólafsson skipstjóri, verslunarstjóri, f. 18. febrúar 1917 í Eyjum, d. 26. desember 2012. Kona hans var Valborg Jónína Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað, f. 5. október 1926, d. 7. júlí 2016.

Indíana fluttist til Eyja með móður sinni og systrum 1910.
Faðir hennar fórst, er hún var um 13 ára gömul.
Hún var með móður sinni í Bifröst uns þær fluttust til Hafnarfjarðar 1922.
Hún bjó síðast að Norðurstíg 3 í Hafnarfirði.

I. Maður Indíönu, (23. júní 1932), var Jón Bergmann Bjarnason kyndari, vélstjóri, f. 27. janúar 1899 í Mýrarhúsum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 14. apríl 1970. Foreldrar hans voru Bjarni Tjörvason bóndi, f. 6. ágúst 1873 á Berserkseyri í Helgafellssveit, d. 23. maí 1930, og Ingibjörg María Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1868 á Mjóabóli í Haukadalshreppi, Dal., d. 15. júní 1918.
Börn þeirra:
1. Ingvar Alfreð Jónsson, f. 27. október 1932, d. 31. október 1932.
2. Sigríður Erla Jónsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 19. febrúar 1939 í Reykjavík, d. 19. september 2011. Hún var kjördóttir Jóns.
Fósturdóttir:
3. Hrafnhildur Rafnsdóttir, f. 27. desember 1949, d. 10. október 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.