Haukur Ólafsson (Bifröst)
Haukur Ólafsson skipstjóri fæddist 18. febrúar 1917 í Bifröst og lést 26. desember 2012 í Neskaupstað.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1880 á Traðarbakka í Akraneshreppi, fórst með Rigmor á Biskæjaflóa 1918, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir frá Hofi í Norðfirði, húsfreyja, f. 14. nóvember 1881, d. 29. ágúst 1952.
Börn Ólafs og Guðrúnar voru:
1. Indíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1905 í Reykjavík, d. 14. október 1967, bjó í Hafnarfirði. Maður hennar var Jón Bergmann Bjarnason vélstjóri.
2. Dagmar Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1910 á Seyðisfirði, d. 10. október 1987, bjó síðast í Reykjavík. Maður hennar var Jón Bjarnason skrifstofustjóri.
3. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975, síðast í Reykjavík. Maður hennar var Gísli Jakobsson bakarameistari.
4. Haukur Ólafsson skipstjóri, verslunarstjóri, f. 18. febrúar 1917 í Eyjum, d. 26. desember 2012.
Haukur ólst upp hjá móðursystur sinni Sigríði Guðjónsdóttur og manni hennar Bergi Eiríkssyni á Þórhól í Neskaupstað.
Hann tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar, hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum 1939.
Skömmu síðar varð hann skipstjóri á m.s. Stellu NK 61 og sigldi henni með fisk til Bretlands á stríðsárunum. Síðar varð hann skipstjóri á m/b Goðaborg NK 1.
Haukur varð veralunarstjóri hjá Kaupfélaginu Fram í Neskaupstað og gegndi því starfi um árabil.
Á efri árum hóf hann trilluútgerð með sonum sínum Sigurbergi og Þór á trillunni Goðaborg NK 1.
Haukur var bæjarfulltrúi í Neskaupstað fjögur kjörtímabil.
Þau Valborg giftu sig 1944 og eignuðust þrjú börn.
Haukur lést 2012 og Valborg 2016.
I. Kona Hauks, (11. nóvember 1944), var Valborg Jónína Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð Kaupfélagsins Fram, f. 5. október 1926, d. 7. júlí 2016. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson, f. 14. maí 1894 í Kolstaðagerði á Völlum, S-Múl., d. 18. júlí 1973, og Þórstína Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1896 á Þiljuvöllum í Berufirði, d. 12. febrúar 1982.
Börn þeirra:
1. Ólafur Jóhann Hauksson vélstjóri, f. 24. mars 1944, kvæntur Guðbjörgu Svölu Guðjóndóttur húsfreyju.
2. Sigurbergur Hauksson stýrimaður, f. 31. október 1947, kvæntur Álfdísi Ingvarsdóttur.
3. Þór Sigurbjörn Hauksson vélstjóri, f. 29. nóvember 1950, kvæntur Maríu Kjartansdóttur húsfreyju.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 4. janúar 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.