Goðasteinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Húsið fyrir gos. Til vinstri sést Hof, til hægri sér í Þurrkhúsið.
Goðasteinn eftir gos
Kirkjubæjarbraut 11 þegar húsið var grafið upp eftir gos.

Húsið Goðasteinn við Kirkjubæjarbraut 11 var byggt árið 1945. Húsið er nefnt eftir Goðasteini í Eyjafjallajökli.
Þorsteinn Víglundsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri byggði húsið og bjó þar og fór kennsla í netabætingum, tóvinnu og meðferð véla m.a. fram í kjallara hússins. Það var dæmt ónýtt eftir gos vegna hitaskemmda en var endurnýjað.

Í húsinu bjuggu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973 hjónin Þorsteinn Víglundsson og Ingigerður Jóhannsdóttir ásamt dóttur sinni Ingu Dóru, manni hennar Guðmundi Helga Guðjónssyni og og dætrum þeirra Ingigerði og Guðnýju Helgu.

Árið 2006 bjuggu Vilborg Sigurðardóttir og Gísli Guðnason í húsinu.


Heimildir