Hugrún Hlín Ingólfsdóttir
Hugrún Hlín Ingólfsdóttir húsfreyja fæddist 25. ágúst 1948 á Heiðarvegi 36 og lést 3. maí 2003.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Theodórsson frá Siglufirði, netagerðarmeistari, f. 10. nóvember 1912, d. 14. mars 1988, og kona hans Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 14. apríl 1925.
Hugrún var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 36.
Hún vann í kaffistofu Hagkaupa, í Alþýðubankanum, hjá O. Johnson & Kaaber og rúman áratug hjá Íslandsbanka.
Þau Alfreð giftu sig 1967, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Jónas giftu sig 1973, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Baldur Þór giftu sig 1998, eignuðust ekki börn saman.
Hugrún Hlín lést 2003.
I. Maður Hugrúnar var Alfreð Guðmundsson netagerðarmeistari, síðar heildsali, rak ferðaþjónustu á Filippseyjum, f. 1. ágúst 1946 í Hafnarfirði, d. 20. maí 2009. Foreldrar hans voru Guðmundur Ársæll Guðmundsson skipstjóri í Hafnarfirði, f. 28. september 1921 á Hellissandi, d. 7. mars 2002, og kona hans Sigurlín Ágústsdóttir húsfreyja, f. í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæf. 1. júlí 1923, d. 29. september 2004.
Barn þeirra:
1. Sigríður Drífa Alfreðsdóttir, f. 4. desember 1966. Fyrrum maður hennar Guðlaugur S. Sigurgeirsson. Maður hennar Gunnar Magnússon.
II. Maður Hugrúnar, (1973, skildu) er Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949.
Börn þeirra:
2. Hera Björg Jónasdóttir, f. 19. febrúar 1974.
3. Ingunn Hlín Jónasdóttir, f. 4. febrúar 1983.
III. Maður Hugrúnar Hlínar, (2. apríl 1998), er Baldur Þór Baldvinsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 19. júní 1941 á Staðarfelli.
Þau áttu ekki börn saman, en Baldur Þór á tvö börn frá fyrra hjónabandi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. maí 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.