Svanur Jónsson (vélvirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svanur Jónsson vélvirki, vélstjóri fæddist 19. janúar 1933 á Lágafelli.
Foreldrar hans voru Jón Gestsson frá Pálshúsi á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður, f. 7. október 1909, d. 10. ágúst 1943, og sambýliskona hans Indlaug Björnsdóttir frá Norður-Gerði, húsfreyja, verkakona, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.

Börn Indlaugar og Jóns:
1. Stúlka, f. 20. maí 1931, d. 22. maí 1931.
2. Svanur Jónsson vélvirki, vélstjóri, f. 19. janúar 1933 á Lágafelli.
3. Hallbera Valgerður Jónsdóttir, f. 4. október 1941 á Heimagötu 26.

Svanur var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hans lést, er Svanur var á tólfta árinu.
Hann lærði vélvirkjun í Magna og varð sveinn 1953, vann síðan þar og í Völundi. Hann nam einnig vélstjórn og stundaði vélstjórn á sjó í og með iðninni, var lengi vélstjóri á Gígju VE 340.
Hann bjó með móður sinni og systur á Nýjalandi við Heimagötu 26, á Þingvöllum við Njarðarstíg og Sólvangi við Kirkjuveg.
Þau Ingibjörg giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Höfðabrekku við Faxastíg 15 1955-1957, á Sóleyjuargötu 7 1957-1973, Sóleyjargötu 3 1974-1975, í Hrauntúni 2 1975-1979 og Sóleyjargötu 1 til 1997. Þá fluttust þau í Kópavog og bjuggu þar í 14 ár.
Þau snéru til Eyja 2011, bjuggu á Vestmannabraut 22 til 2015, en hafa síðan búið á Sólhlíð 19.

I. Kona Svans, (1. janúar 1956), er Ingibjörg Jónína Þórðardóttir frá Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
Börn þeirra:
1. Jón Ólafur Svansson verkstjóri, fiskverkandi, f. 11. nóvember 1955. Fyrrum kona Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir frá Bjarma. Kona hans Hafdís Magnúsdóttir frá Felli.
2. Þórður Svansson byggingameistari, f. 10. nóvember 1956. Barnsmóðir hans Bryndís Helgadóttirr. Fyrri kona Solveig Sigurðardóttir ættuð frá Hvassafelli. Kona hans Aníta Vignisdóttir ættuð frá London.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.