Bryndís Helgadóttir (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bryndís Helgadóttir.

Bryndís Helgadóttir frá Heiði við Sólhlíð 19, húsfreyja, verkakona, umboðsmaðuur, starfsmaður á leikskóla, stuðningsfulltrúi fæddist 17. desember 1959 á Heiði og lést 29. ágúst 2010.
Foreldrar hennar voru Helgi Þórarinn Guðnason frá Norðurgarði, járnsmíða- og vélvirkjameistari, f. 4. nóvember 1937, og kona hans Guðlaug Kristrún Einarsdóttir frá Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, húsfreyja, f. 30. janúar 1939.

Börn Guðlaugar Kristrúnar og Helga:
1. Bryndís Helgadóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 17. desember 1959, d. 20. ágúst 2010.
2. Guðný Helgadóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 2. mars 1963.
3. Linda Björk Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. júní 1971.

Bryndís var með foreldrum sínum, á Heiði og Strembugötu 21.
Hún vann við fiskiðnað, var umboðsmaður DV, en lengst vann hún umönnunarstörf, á leikskóla og að síðustu var hún stuðningsfulltrúi á sambýli fatlaðra. Þau Jón bjuggu í fyrstu í leiguíbúð, byggðu húsið við Blómsturvelli 46 í Neskaupstað og bjuggu þar frá 1981, fluttu að Sæbakka 18 1996 og bjuggu þar síðan.
Hún eignaðist barn með Þórði 1976.
Þau Jón Grétar giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Byndís lést 2010.

I. Barnsfaðir Bryndísar er Þórður Svansson Jónssonar, f. 19. nóvember 1956.
Barn þeirra:
1. Guðlaug Helga Þórðardóttir, f. 20. október 1976. Sambúðarmaður hennar Kári Jóhannsson.

II. Maður Bryndísar, (25. desember 1984), er Jón Grétar Guðgeirsson frá Neskaupstað, verkamaður, f. 7. ágúst 1957. Foreldrar hans voru Ingi Guðgeir Jónsson, f. 6. júní 1923, d. 15. júní 2009, og kona hans Halldóra Stefanía Marteinsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1927, d. 27. maí 1994.
Börn þeirra:
1. Íris Dögg Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1978. Barnsfaðir hennar Sigurður Magnús Svanbjörnsson. Maður hennar Felix Gylfason.
2. Guðgeir Jónsson, vallarstjóri, f. 4. október 1981. Kona hans Esther Bergsdóttir.
3. Arnar Freyr Jónsson, f. 24. júlí 1991. Sambúðarkona hans Eydís Heimisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.