Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefanía Erlingsdóttir.

Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húsfreyja fæddist 21. apríl 1910 að Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra og lést 2. október 1992 í Kanada.
Foreldrar hennar voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Stefanía var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum, þeim Jóni Stefánssyni og Stefaníu Ólafsdóttur frá tveggja ára aldri til 12 ára, fluttist þá til foreldra sinna að Haukalandi í Reykjavík.
Hún flutti til Eyja 18 ára, var í skjóli Rannveigar Vilhjálmsdóttur og Viggós Björnssonar.
Eftir fermingu var hún um hríð innanbúðar í verslun Jóns Bjarnasonar á Laugavegi 33 í Rvk, síðar í verslun Önnu Gunnlaugsson í Vestmannaeyjum og fór m.a. söluferðir með varning frá versluninni til Víkur í Mýrdal, og loks vann hún á styrjaldarárunum í verslun Jóhönnu föðursystur sinnar við Laugaveginn.
Þau Gísli Friðrik giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Reykjavíkur og síðan til Flateyrar, bjuggu þar til 1939. Þau skildu.
Stefanía flutti til Kanada 1946.
Þau Guðmundur giftu sig 1947, eignuðust ekki börn saman, en Guðmundur fóstraði Soffíu dóttur Stefaníu. Þau fluttu til Vancouver í Bresku Columbíu, bjuggu í Richmond og Ladner þar.

I. Maður Stefaníu, (18. október 1930, skildu), var Gísli Friðrik Jóhannsson frá Hlíðarhús, múrarameistari, f. þar 22. janúar 1906, d. 4. nóvember 1980.
Börn þeirra:
1. Haukur Hafsteinn Gíslason rakarameistari í Borgarnesi, tónlistarmaður, tónlistarkennari, f. 20. mars 1932 á Flateyri, d. 20. apríl 2010.
2. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Kanada (nafn þar: Geraldina Larkin og síðar Geri Moore), f. 25. mars 1936 á Flateyri.

II. Maður Stefaníu, (1947), var Guðmundur A. S. Eyjólfsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.