Gunnþórunn Erlingsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gunnþórunn Erlingsdóttir og Einar Guðmundur Guðmundsson.

Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja fæddist 10. ágúst 1911 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra og lést 12. september 1997.
Foreldrar hennar voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Gunnþórunn var með foreldrum sínum á Gilsárvöllum og síðar hjá Sveinbjörgu móðursystur sinni í Höfn í sömu sveit.
Hún var um skeið verslunarmaður í Eyjum, en bjó síðan í Reykjavík.
Hún var mikill bridgespilari og hlaut mörg verðlaun í þeim leik og var heiðursfélagi í Bridgefélagi kvenna 1991.
Þau Einar Guðmundur giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Einar Guðmundur lést 1984 og Gunnþórunn 1997.

I. Maður Gunnþórunnar var Einar Guðmundur Guðmundsson járnsmiður, húsvörður, f. 4. apríl 1912 í Reykjavík, d. 15. apríl 1984. Foreldrar hans voru Guðmundur Elías Guðmundsson járnsmíðameistari, f. 5. janúar 1888 á Eyrarbakka, d. 11. júní 1931, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1891 í Holti í Álftaveri, V.-Skaft., d. 10. október 1979.
Börn þeirra:
1. Kristín Sveinbjörg Einarsdóttir í Noregi, deildarstjóri við hjúkrunarheimili, f. 13. nóvember 1933. Maður hennar Olav Nilsen Rygg.
2. Hafdís Einarsdóttir tækniteiknari, yfirgjaldkeri, f. 24. mars 1935. Maður hennar Jón Ármann Jakobsson Pétursson.
3. Elías Vilhjálmur Einarsson veitingamaður, f. 25. desember 1942. Barnsmóðir hans Sigrún Scheving. Kona hans Ólöf Guðríður Jakobína Eyjólfsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.