Sveinbjörn Erlingsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinbjörn Erlingsson og Guðný Guðjónsdóttir.

Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík fæddist 28. mars 1913 á Hjalla og lést 8. febrúar 1996.
Foreldrar hans voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Sveinbjörn var með foreldrum sínum á Hjalla, á Borgarfirði eystra og í Reykjavík.
Hann lauk Iðnskólanum í Reykjavík og iðnnámi í Landsmiðjunni, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1935 og prófi í rafmagnsdeild 1938.
Sveinbjörn fór ungur til sjós að loknu prófi og var lengi vélstjóri á innlendum og erlendum skipum. Hann var síðast hjá Landhelgisgæslunni og lét af störfum 1978.
Þau Guðný giftu sig 1940, eignuðust tvö börn.
Sveinbjörn lést 1996 og Guðný 2006.

I. Kona Sveinbjarnar, (9. mars 1940), var Guðný Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1916, d. 27. ágúst 2006. Foreldrar hennar voru Guðjón Þórólfsson verkstjóri hjá Kveldúlfi, f. 24. desember 1880 á Hreimsstöðum í Norðurárdal, Mýr., d. 11. júlí 1961, og kona hans Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1890 á Þverá í Miðfirði, d. 27. ágúst 2006.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Sveinbjarnardóttir sjúkraþjálfari, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, kennari, ráðgjafi, f. 1. janúar 1941. Maður hennar Höskuldur Jónsson.
2. Valur Sveinbjörnsson vélvirkjameistari, f. 5. nóvember 1944, d. 1. júlí 2018. Fyrrum kona hans Valdís Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.