Kristín Jónsdóttir (Hjalla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Jónsdóttir.

Kristín Jónsdóttir frá Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, húsfreyja fæddist 5. júlí 1881 og lést 28. maí 1934.
Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson bóndi, f. 3. ágúst 1851 á Dallandi í Húsavík eysrta, d. 12. mars 1926, og kona hans Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 30. september 1847 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 7. febrúar 1936.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku og enn 1901.
Þau Erlingur giftu sig 1907, hann þá bóndi í Brúnavík og hún yngismær þar. Þau eignuðust tólf börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau voru bændur í Brúnavík, dvöldu hjá foreldrum Kristínar á Gilsárvöllum 1910, bjuggu í Eyjum 1912-1914, á Hjalla 1913 með börnin Sveinbjörn, Jón og Gissur hjá sér, en tvö börn þeirra höfðu dvalið hjá foreldrum hennar fyrir austan.
Erlingur fór austur á Borgarfjörð 1914, en Kristín síðar með börnin. Hún kom til Seyðisfjarðar með fjögur börn sín og fór sjóleiðina frá Seyðisfirði til Brúnavíkur og síðan fótgangandi yfir fjallið til Borgarfjarðar. Þau Erlingur bjuggu í Jónatanshúsi í Bakkagerði, fluttu aftur að Gilsárvöllum 1916. Þar bjugu þau til hausts 1917, er Erlingur fór til Reykjavíkur, en Kristín kom síðar með barnahópinn nema einn, sem Erlingur hafði haft með sér til Reykjavíkur.
Þau byggðu og voru bændur í Haukalandi (nýbýli) við Öskjuhlíð í Vatnsmýrinni í Reykjavík 1918-1933, lifðu um skeið á mótekju til eldiviðar í fyrstu. Síðan vann Erlingur við grasalækningar.
Þau fluttu síðan að Grettisgötu 38b og þar bjuggu þau síðan.
Kristín lést 1934 og Erlingur 1967.

ctr
Erlingur, Kristín og fjölskylda.

Maður Kristínar, (9. nóvember 1907 í Borgarfirði eystra), var Erlingur Filippusson frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V.-Skaft., kennari, grasalæknir, f. 13. desember 1873, d. 25. janúar 1967.
Börn þeirra:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.