Þorsteinn Erlingsson (vélsmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þorsteinn Erlingsson og Júlíana Sigurjónsdóttir.

Þorsteinn Erlingsson vélsmiður, verkstjóri í Reykjavík fæddist 21. júlí 1914 í Eyjum og lést 10. júní 2001.
Foreldrar hans voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. þar 13. desember 1873, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í Eyjum, á Borgarfirði eystra og í Reykjavík.
Hann lærði vélvirkjun í Landsmiðjunni/Vélsmiðjunni Héðni, lauk sveinsprófi 1942, hlaut meistararéttindi 1947, og vélstjóraréttindi án prófs, fékk tilsögn í kæli- og frystitækni hjá Gísla Halldórssyni vélaverkfræðingi.
Þorsteinn var kyndari á bv. Sindra 1933 og á es. Kötlu 1934-1935, vann í vélsmiðjunni við Ljósafossvirkjun með hléum 1938-1939, í Héðni 1939-1944, var yfirverkstjóri í Vélsmiðjunni Jötni í Reykjavík 1944-1950. Hann rak eigið verkstæði í Reykjavík og var aðallega verktaki 1950-1975, en var vélstjóri hjá Ísbirninum hf. 1975-1985.
Þau Júlíana giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn.
Júlíana lést 1995 og Þorsteinn 2001.

I. Kona Þorsteins, (7. apríl 1941), var Júlíana Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1917 á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, S.-Múl., d. 5. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru Sigurjón Þorvarðarson bóndi á Streiti og Skjöldólfsstöðum, síðar á Karlsstöðum í Vaðlavík, f. 24. desember 1887 á Streiti, d. 12. maí 1935, og kona hans Guðrún Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. september 1884 í Breiðdalshreppi, d. 12. nóvember 1976.
Börn þeirra:
1. Sigrún Þorsteinsdóttir skólafulltrúi, f. 6. september 1937. Maður hennar Helgi Bjarnason.
2. Kristín Þorsteinsdóttir kennari, f. 13. ágúst 1945. Fyrrum maður hennar Þórarinn Sigþórsson. Maður hennar Ólafur Franz Mixa, látinn.
3. Örn Þorsteinsson myndlistarmaður, kennari, f. 28. apríl 1948. Kona hans María Þórarinsdóttir sjúkraliði, deildarstjóri félagsþjónusunnar í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.