Ólafur Tryggvason (málarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Tryggvason.

Ólafur Tryggvason málarameistari fæddist 5. desember 1939 og lést 16. desember 2023.
Foreldrar hans voru Tryggvi Ólafsson málarameistari frá Garðhúsum, f. 8. ágúst 1911, d. 9. apríl 1985, og kona hans Þórhildur Stefánsdóttir frá Gerði, húsfreyja, f. 19. mars 1921, d. 20. september 2011.

Börn Þórhildar og Tryggva:
1. Ólafur Tryggvason málarameistari, f. 5. desember 1939 á Helgafellsbraut 20.
2. Stefán Þór Tryggvason málarameistari í Reykjavík, f. 21. apríl 1944 á Helgafellsbraut 20, d. 19. júní 2015.
3. Sævar Tryggvason málarameistari, f. 1. júní 1947 á Helgafellsbraut 20, d. 26. ágúst 2005.

Ólafur stundaði sjómennsku á unglingsárum. Hann nam málaraiðn hjá föður sínum 1957-1961, lauk prófi í Iðnskólanum 1963 og sveinsprófi 18. mars 1967, fékk meistarabréf 1. nóvember 1970. Hann hefur sótt námskeið í myndlist.
Þau Kristín Ester giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Helgafellsbraut 20, á Skólavegi 31 1962, á Gerðisbraut 5 við Gos, en síðar á Dverghamri 32.
Kristín Ester lést 1988.
Þau Júlía giftu sig 1989, eignuðust eitt barn. Þau búa á Dverghamri 32.

Ólafur er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Ólafs, (30. desember 1961), var Kristín Ester Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 5. febrúar 1939, d. 11. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Þór Ólafsson vélvirki hjá Marel, f. 11. febrúar 1958. Kona hans Brynhildur Baldvinsdóttir.
2. Sigurður Ómar Ólafsson iðnverkamaður hjá Marel, f. 16. október 1962. Kona hans Sædís Steingrímsdóttir.
3. Linda Björk Ólafsdóttir næringarráðgjafi, f. 18. september 1973. Maður hennar Hjalti Jónsson.

II. Síðari kona Ólafs, (20. maí 1989), er Sigurveig Júlía Tryggvadóttir húsfreyja, f. 29. október 1951.
Barn þeirra:
4. Þórhildur Ólafsdóttir íþróttafræðingur, kennari, starfsmaður Eldheima, f. 9. september 1990. Sambýlismaður hennar Jónathan R. Glenn.
Barn Júlíu:
5. Tryggvi Már Sæmundsson útflutningsstjóri Leo Fresh Fish í Eyjum, ritstjóri Eyjar.net, f. 26. apríl 1976. Faðir hans var Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingur, f. 22. mars 1954, d. 19. júní 2010. Sambýliskona Tryggva Más Arnbjörg Harðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Júlía.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 20. maí 1988. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.