Ástþór Ragnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ástþór Ragnarsson.

Ástþór Ragnarsson húsasmíðameistari, iðnhönnuður, kennari fæddist 4. maí 1946 á Heimagötu 15 og lést 9. febrúar 2019 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Jón Ragnar Stefánsson frá Dalvík, forstjóri, fulltrúi, f. 19. febrúar 1918, d. 16. júní 1985, og kona hans Sigríður Erna Ástþórsdóttir frá Sóla, húsfreyja, f. 18. september 1924, d. 11. nóvember 1979.

Börn Sigríðar og Ragnars:
1. Ásdís Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1945 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Valdimar Jónsson.
2. Ástþór Ragnarsson húsasmíðameistari, iðnhönnuður, listnámskennari, f. 4. maí 1946 í Eyjum, d. 9. febrúar 2019. Kona hans Elísabet Harpa Steinarsdóttir.
3. Anna Eyvör Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1948 í Eyjum. Maður hennar Eyþór Ólafsson.
4. Stefán Ragnarsson stýrimaður, f. 1. apríl 1953 í Reykjavík, d. 6. febrúar 2013. Fyrrum kona hans Esther H. Guðmundsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Bjarnadóttir.

Ástþór var með foreldrum sínum, á Heimagötu og Kirkjuvegi 26 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1948.
Ástþór lauk húsasmíðanámi 1967, fékk meistararéttindi í greininni, lauk námi í iðnhönnun í Listaháskólanum í Ósló.
Hann vann við iðn sína í Reykjavík og síðar á Ólafsfirði og á Grundarfirði. Ástþór vann við iðnhönnun um skeið, en síðustu 20 starfsár sín var hann listnámskennari við Iðnskólann í Hafnarfirði.
Þau Elísabet Harpa giftu sig 1971, eignuðust tvö börn.
Ástþór lést 2013.

I. Kona Ástþórs, (6. mars 1971), er Elísabet Harp Steinarsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 13. janúar 1949. Foreldrar hennar voru Steinar Sigurjónsson prentari, rithöfundur, f. 9. mars 1928, d. 2. október 1992, og kona hans Sigurjóna Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 30. ágúst 1932, d. 14. júní 2012.
Börn þeirra:
1. Gauti Þór Ástþórsson kennari, f. 6. nóvember 1970. Sambúðarkona hans Ágústa M. Þorsteinsdóttir.
2. Erna Ástþórsdóttir listnámskennari, f. 26. desember 1972. Barnsfaðir hennar Ólafur Baldursson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.