Ásdís Guðný Ragnarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásdís Guðný Ragnarsdóttir.

Ásdís Ragna Stefánsdóttir félagsfræðingur, kennari, ritari, verkefnastjóri fæddist 1. febrúar 1945 í Eyjum og lést 13. desember 2023 á dvalarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Jón Ragnar Stefánsson frá Dalvík, forstjóri, fulltrúi, f. 19. febrúar 1918, d. 16. júní 1985, og kona hans Sigríður Erna Ástþórsdóttir (Sirrý) frá Sóla, húsfreyja, f. 18. september 1924, d. 11. nóvember 1979.

Börn Sigríðar og Ragnars:
1. Ásdís Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1945 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Valdimar Jónsson.
2. Ástþór Ragnarsson húsasmíðameistari, iðnhönnuður, listnámskennari, f. 4. maí 1946 í Eyjum, d. 9. febrúar 2019. Kona hans Elísabet Harpa Steinarsdóttir.
3. Anna Eyvör Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1948 í Eyjum. Maður hennar Eyþór Ólafsson.
4. Stefán Ragnarsson stýrimaður, f. 1. apríl 1953 í Reykjavík, d. 6. febrúar 2013. Fyrrum kona hans Esther H. Guðmundsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Elín Bjarnadóttir.

Ásdís var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1948.
Hún var félagsfræðingur með BA-próf frá Háskóla Íslands, mastersgráðu frá Western Michigan University í Bandaríkjunum, og M. phil.-próf frá London School of Economics.
Hún var víða félagsfræðingur, m.a. hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Science Museum at Imperial College og Gallup. Auk þess vann Ásdís við kennslu í Iðnskólanum á Ísafirði, var ritari á lögfræðistofu, verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref, hjá ASÍ og Félagi bókagerðarmanna.
Þau Valdimar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Maður Ásdísar Guðnýjar, skildu, er Valdimar Jónsson, tæknifræðingur, kennari, skólastjóri, kerfisfræðingur, f. 3. nóvember 1945. Foreldrar hans Jón Rafnsson verkamaður, verkalýðsleiðtogi, f. 6. mars 1899, d. 28. febrúar 1980, og Þórdís Guðmundsdóttir Ottesen húsfreyja, verkakona, f. 6. maí 1911, d. 27. desember 2012.
Börn þeirra:
1. Ragnar Þorri Valdimarsson, f. 24. janúar 1966. Fyrrum kona hans Sonia Helena Johansson. Fyrrum kona hans Elena Zettermann. Sambúðarkona hans Anna María McCrann.
2. Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir, f. 24. janúar 1972. Maður hennar Arthur Orri Jónsson.
3. Jón Rafn Valdimarsson, f. 7. janúar 1973. Kona hans Hildur Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.