Sigurbjörg Jónsdóttir (Efri-Holtum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Jónsdóttir frá Efri-Holtum u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 24. maí 1910 og lést 11. júní 1992.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson bóndi, f. 8. maí 1872 á Fit u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. febrúar 1930 og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júní 1877 í Eyvindarhólasókn, d. 26. desember 1965.

Börn Þorbjargar og Jóns - í Eyjum:
1. Páll Jónsson verkamaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999.
2. Þórarinn Jónsson í Mjölni, f. 5. maí 1905, d. 8. ágúst 1959.
3. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.
4. Einar Jónsson sjómaður, 26. október 1914, d. 24. febrúar 1990.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1916, d. 13. janúar 2012.

Sigurbjörg var meðforeldrum sínum, í Efri-Holtum og í Ásólfsskála.
Hún vann öll almenn sveitastörf, hryggbrotnaði á ungum aldri og bjó við nokkur eftirköst.
Þau Sigurjón giftu sig 1938, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Steini við Vesturveg 10, byggðu síðan við Hólagötu 10, bjuggu þar frá 1947.

I. Maður Sigurbjargar, (18. desember 1938), var Sigurjón Guðjónsson frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, sjómaður, smiður, starfsmaður Pósts og síma, f. 6. febrúar 1909, d. 24. september 1989.
Börn þeirra:
1. Erna Sigurjónsdóttir, f. 6. ágúst 1938. Maður hennar Sigurður Magnússon.
2. Guðjón Ingi Sigurjónsson, f. 22. apríl 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.