Marta Pétursdótttir (Vegbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Marta Pétursdóttir frá Selshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja fæddist 6. apríl 1914 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu þar og lést 27. ágúst 1989 í St. Marys í New South Wales í Ástralíu.
Foreldrar hennar voru Pétur Guðmundsson, síðar bóndi í Stótu-Hildisey í A-Landeyjum, f. 15. júní 1893 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu þar, d. 13. febrúar 1959 í Reykjavík, og kona hans Soffía Guðmundsdóttir Ólafssonar húsfreyja, f. 3. júlí 1892 á Reykjum í Mosfellssveit, d. 25. mars 1973 á Selfossi.

Marta var með foreldrum sínum í æsku, í Selshjáleigu til 1935, flutti til Eyja frá Stóru-Hildisey 1936.
Hún var ráðskona hjá Jóhannesi. Þau bjuggu á Minna-Núpi við Brekastíg 4 og á Vegbergi við Skólaveg 32, í London við Miðstræti 3, síðast á Hásteinsvegi 37 við Gosið 1973, eignuðust tvö börn og Jóhannes hafði eignast átta börn, en sex þeirra á lífi.
Þau fluttu til Soffíu Lillýjar dóttur sinnar í Ástralíu 1973.
Jóhannes lést í Astralíu 1975 og Marta lést þar 1989.

I. Maður Mörtu var Jóhannes Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975.
Börn þeirra:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástarlíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.
Börn Jóhannesar og fyrri konu hans Kristínar Sigmundsdóttur:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Kona hans Brynja Óskarsdóttir Hendriksen frá Færeyjum.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg, d. 21. október 2023. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði, látinn.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.