Soffía Lillý Jóhannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Soffía Lillý Jóhannesdóttir.

Soffía Lillý Jóhannesdóttir húsfreyja í Ástralíu fæddist 20. júní 1940 og lést 9. júlí 2016 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Albertsson, lögreglumaður, f. 19. nóvember 1899, d. 4. febrúar 1975, og síðari kona hans Marta Pétursdóttir, húsfreyja, f. 6. apríl 1914, d. 27. ágúst 1989.

Börn Mörtu og Jóhannesar:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938, d. 3. ágúst 2024. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástralíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.
Börn Jóhannesar og fyrri konu hans Kristínar Sigmundsdóttur:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Kona hans Brynja Óskarsdóttir Hendriksen frá Færeyjum.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg, d. 21. október 2023. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði, látinn.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.

Þau Lúðvík giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu frá Eyjum til Rvk 1964 og til Ástralíu 1968. Þau settust að í bænum St. Marys, sem er vestur af Sydney í New South Wales. Þar bjuggu þau síðan.

I. Maður Soffíu Lillýjar er Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli í Djúpavogi, sjómaður, f. 12. mars 1936. Foreldrar hans Hinrik Sigurður Jóhannesson frá Neskaupstað, f. 31. mars 1909, d. 19. mars 1988, og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir frá Djúpavogi, f. 3. janúar 1916, d. 31. mars 1966.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Lúðvíksson, f. 16. desember 1956 í Eyjum.
2. Hlöðver Lúðvíksson, f. 1. desember 1958 í Eyjum.
3. Marta Lind Lúðvíksdóttir, f. 21. desember 1966 í Rvk.
4. Margrét Lára Lúðvíksdóttir, f. 212. júní 1969 í Ástralíu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.