Hólmfríður Sigurðardóttir (Þrúðvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi, húsfreyja fæddist 24. febrúar 1940 að Þrúðvangi við Skólaveg 22.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólason forstjóri, f. 25. ágúst 1900 á Bakka í Kelduhverfi, S-Þing,. d. 6. júní 1979, og kona hans Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir frá Brautarholti, f. 4. desember 1905 í West-Selkirk í Kamnada, d. 9. nóvember 1906.

Börn Ragnheiðar og Arthurs Aanes:
1. Guðjón Emil Aanes skipstjóri, bifreiðastjóri, f. 24. júlí 1930 í Brautarholti, d. 8. maí 1983.
2. Andvana stúlka, f. í október 1931, jarðsett með Stefáni Hjörleifi Ágústi Jónssyni frá Sigtúni, 22. október 1931.
3. Örn Aanes vélstjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.
Börn Ragnheiðar og Sigurðar:
4. Óli Haukur Sigurðsson, f. 16. október 1935 á Þrúðvangi, d. 22. janúar 1937.
5. Hólmfríður Sigurðardóttir húsfreyja, leikkona, myndlistarkona, f. 24. febrúar 1940 á Þrúðvangi.
6. Gerður Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja, myndlistarkona, f. 27. desember 1944 á Þrúðvangi.

Hólmfríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1956, tók námskeið í Húsmæðraskóla Reykjavíkur í 4 mánuði 1957, var í Dalhouse School á Englandi 1958-1959, var síðan au-pair (vinnukona) í 3-4 mánuði.
Hólmfríður sótti námskeið í málaralist í Eyjum, hjá Sigurfinni Sigurfinnssyni, Steinunni Einarsdóttur og Bennó og tók þátt í nemendasýningum.
Er hún sneri heim frá Englandi, vann hún afgreiðslustörf, var á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar til 1963, er þau Ragnar hófu búskap.
Þau áttu og ráku Friðarhafnarskýlið 1968-Goss 1973.
Hólmfríður hefur verið ritari í Tónlistarskólanum í Eyjum, unnið í nefnd við persónugreiningar á ljósmyndum Kjartans Guðmundssonar, Jóhanns Stígs og Óskars Björgvinssonar.
Hún var virkur félagi í Leikfélaginu í 50 ár, lék í mörgum leikritum, var m.a. Soffía frænka í Kardemommubænum. Hún var formaður félagsins 1998-1999, var gerð að heiðursfélaga í félaginu 2010.
Þá samdi hún, ásamt þremur öðrum, fjórar revíur um mannlífið í Bænum. Það voru:
1. Við brimsorfna kletta.
2. Hafnarkabarett.
3. Fjölgun eftir fjögur.
4. Úr einu í annað.
Hólmfríður samdi ýmsa þætti af ýmsu tilefni og gerði fjölda vísna.
Hún eignaðist barn með George 1960.
Þau Ragnar giftu sig 1967, eignuðust 4 börn og Ragnar gekk Ragnheiði Önnu í föðurstað.
Þau bjuggu í Miðey 1963-1965, á Kirkjuvegi 86 til 1970, keyptu þá 1. og 2. hæðina í Valhöll og bjuggu þar til Goss 1973. Þá dvöldu þau hjá Jóhönnu systur Ragnars í Reykjavík um skeið, síðan í Keflavík, en komu heim til Eyja í september 1973.
Þau leigðu á Heiðarvegi 58, en 1974 keyptu þau Hólagötu 34 og bjuggu þar.
Ragnar lést 2020.
Hólmfríður býr við Hólagötu.

I. Barnsfaðir Hólmfríðar var Georg Gladwish málari á Englandi, f. 13. janúar 1938, látinn.
Barn þeirra:
1. Ragnheiður Anna Georgsdóttir, f. 17. maí 1960, sjá neðar.

I. Maður Hólmfríðar, (26. mars 1967), var Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, f. 30. júní 1932, d. 10. desember 2020.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Anna Georgsdóttir, dóttir Hómfríðar, f. 17. maí 1960. Hún hefur unnið hjá auglýsingadeild Morgunblaðsins og Prentsmiðjunni Odda, er nú lærður kennari og kennir í Hafnarfirði. Maður hennar Einar Þórðarson Waldorff.
2. Linda Kristín Ragnarsdóttir, f. 13. janúar 1964. Hún hefur háskólapróf í enskum bókmenntum, bjó í Luxemburg, vann síðar við móttöku gesta hjá Ríkisútvarpinu. Fyrrum maður hennar Ómar Bragi Birkisson, látinn. Linda býr nú í Portúgal. Sambúðarmaður hennar Miguel Ribeiro.
3. Sigurður Ingi Ragnarsson kerfisfræðingur, f. 16. október 1965. Kona hans Guðfinna Evý Sigurðardóttir.
4. Ragnar Þór Ragnarsson lögreglumaður, viðskiptafræðingur frá Bifröst, f. 28. júlí 1972. Fyrrum kona hans Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir. Kona hans Hildur Vattnes Kristjánsdóttir.
5. Sindri Freyr Ragnarsson guðfræðingur, nemur nú trúarbragðafræði, starfsmaður Safnahússins í Eyjum, f. 22. janúar 1981, ókvæntur, barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.