Grettir Jóhannesson (bóndi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Grettir Jóhannesson.
Málfríður Fanney Egilsdóttir og Grettir Jóhannesson.

Grettir Jóhannesson frá Vegg, bóndi í Skarði í Djúpárhreppi fæddist 11. febrúar 1927 í Vegg og lést 12. apríl 2002 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Jóhannes J. Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975, og fyrri kona hans Kristín Sigmundsdóttir frá Hamraendum á Snæfellsnesi, f. 2. janúar 1894 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. júlí 1936 í Eyjum.

Börn Kristínar og Jóhannesar:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Fyrrum kona hans Regína Fjóla Svavarsdóttir.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, kaupmaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.
Börn Jóhannesar og Mörtu Pétursdóttur síðari konu hans:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástarlíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.

Grettir var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var níu ára. Hann var síðan með föður sínum og Mörtu stjúpmóður sinni, en í sveit á Reykjum í Miðfirði á sumrum.
Grettir var bifreiðastjóri og verkstjóri hjá Landsíma Íslands í Eyjum og síðan lögreglumaður um skeið.
Hann varð bóndi á Skarði í Djúpárhreppi, Rang., var auk þess bifreiðastjóri og verkstjóri sláturhússins í sláturtíð hjá Afurðasölu Friðriks Friðrikssonar.
Þau Fanney giftu sig 1955, eignuðust fimm börn. Þau voru í fyrstu í samyrkjubúskap með foreldrum Fanneyjar, síðan bændur í Skarði frá 1979 til 1988. Eftir lok búskapar í Skarði fluttu hjónin í Kópavog og unnu um skeið í Sælgætisgerðinni Opal.
Grettir lést 2000.

I. Kona Grettis, (5. nóvember 1955), er Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, starfsmaður Afurðasölu Friðriks Friðrikssonar, f. 7. apríl 1928 í Skarði. Foreldrar hennar voru Egill Friðriksson bóndi í Skarði, f. 15. febrúar 1901 í Hávarðarkoti í Djúpárhreppi, d. 27. febrúar 1987 í Reykjavík, og kona hans Friðbjörg Helgadóttir frá Skarði, húsfreyja, f. þar 27. janúar 1902, d. 27. október 1979.
Börn þeirra:
1. Egill Ómar Grettisson verkstjóri í Keflavík, f. 7. febrúar 1954. Fyrrum kona hans Unnur Garðarsdóttir. Kona hans Lilja Sigurdís Sigurðardóttir.
2. Kristbjörg Unnur Grettisdóttir stuðningsfulltrúi í Eyjum, f. 21. mars 1956. Maður hennar Sigurður Gísli Þórarinsson.
3. Jóhannes Óskar Grettisson húsasmiður í Eyjum, f. 27. mars 1958. Kona hans Elín Laufey Leifsdóttir.
4. Marta Grettisdóttir, f. 5. febrúar 1959. Maður hennar Valur Jóhann Stefánsson.
5. Sigrún Jóna Grettisdóttir kennari í Reykjavík, f. 14. m,ars 1968. Maður hennar Óskar Sveinn Friðriksson.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. apríl 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.