Gréta Jóhannesdóttir (Vegg)
Gréta Jóhannesdóttir frá Vegg, húsfreyja, forstöðukona fæddist þar 8. janúar 1929 og lést 12. mars 2002 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jóhannes J. Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975, og fyrri kona hans Kristín Sigmundsdóttir frá Hamraendum á Snæfellsnesi, f. 2. janúar 1894 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. júlí 1936 í Eyjum.
Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Sigmundur Jónsson bóndi á Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi, f. 13. septtember 1872, d. 1. nóvember 1955, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1863, d. 18. febrúar 1956.
Börn Kristínar og Jóhannesar:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Fyrrum kona hans Regína Fjóla Svavarsdóttir, látin.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík, látinn.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson, látinn.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, kaupmaður, 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.
Börn Jóhannesar og Mörtu Pétursdóttur síðari konu hans:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástarlíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.
Gréta var með foreldrum sínum fyrstu 5 ár sín, en þá veiktist móðir hennar og Gréta fór þá í fóstur til móðurforeldra sinna á Hamraendum við Breiðuvík á Snæfellsnesi. Móðir hennar lést 1936 og dvaldi Gréta áfram á Hamraendum uns hún fór til náms í Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum.
Gréta dvaldi um tveggja ára skeið í Eyjum á unglingsaldri.
Gréta var fyrsta forstöðukona Leikskóla Ólafsvíkur, sem stofnaður var 1972, og sinnti hún því starfi um árabil. Hún stofnaði með annari konu bóka- og gjafavöruverslunina Hrund og vann lengi við hana.
Gréta var stofnfélagi Slysavarnardeildarinnar í Ólafsvík, vann mikið fyrir kvenfélagið á svæðinu og var einn af stofnendum Leikfélags Ólafsvíkur, tók þátt í sýningum og var formaður um skeið.
Þau Haraldur giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Péturshúsi í Ólafsvík, síðan á Grundarbraut 5, en eignuðust síðar íbúð á Kirkjusandi í Reykjavík.
Gréta lést 2002 og Haraldur 2008.
I. Maður Grétu, (1949), var Haraldur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. apríl 1926, d. 6. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristmundsson, f. 26. febrúar 1860, og Ásdís Kristjánsdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 8. nóvember 1967, en fósturforeldrar hans voru Hans Pétur Jóhannsson útvegsbóndi, f. 19. apríl 1885, d. 9. nóvember 1940, og Kristín Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1885, d. 29. mars 1963.
Börn þeirra:
1. Pétur Jóhannes Haraldsson, f. 4. júlí 1949. Kona hans Guðrún Halldórsdóttir.
2. Kristín Margrét Haraldsdóttir, f. 6. ágúst 1951. Barnsfaðir Jón Sigurðsson. Maður hennar Leó Óskarsson.
3. Óðinn Haraldsson, f. 13. febrúar 1960. Kona hans Guðfinna Guðfinnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. mars 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.