Ragnar Sigurjón Jóhannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnar Sigurjón Jóhannesson.

Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, kaupmaður fæddist 30. júní 1932 í Vegg við Miðstræti 9c og lést 10. desember 2020.
Foreldrar hans voru Jóhannes J. Albertsson frá Útibleiksstöðum á Heggstaðanesi í V-Hún., lögregluþjónn, f. 19. nóvember 1899 á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi í V-Hún., d. 4. febrúar 1975, og fyrri kona hans Kristín Sigmundsdóttir frá Hamraendum á Snæfellsnesi, f. 2. janúar 1894 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. júlí 1936 í Eyjum.

Börn Kristínar og Jóhannesar:
1. Jóhannes Albert Jóhannesson matsveinn í Reykjavík, f. 21. júlí 1925 í Litlakoti, d. 5. febrúar 2001. Fyrrum kona hans Regína Fjóla Svavarsdóttir.
2. Grettir Jóhannesson bóndi, f. 11. febrúar 1927 í Vegg. Kona hans Málfríður Fanney Egilsdóttir frá Skarði í Djúpárhreppi.
3. Gréta Jóhannesdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 8. janúar 1929 í Vegg, d. 12. mars 2002. Maður hennar Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík.
4. Elínborg Jóhannesdóttir Sielski í Kaliforníu, húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Vegg. Maður hennar Henry Sielski jr. frá San Antonio í Texas.
5. Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1931 í Vegg, d. 14. apríl 2020. Maður hennar Arnþór Ingólfsson frá Hauksstöðum, Vopnafirði, látinn.
6. Ragnar Sigurjón Jóhannesson sjómaður, kaupmaður, f. 30. júní 1932 í Vegg, d. 10. desember 2020. Kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi.
Börn Jóhannesar og Mörtu Pétursdóttur síðari konu hans:
7. Sævar Þorbjörn Jóhannesson, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, f. 8. maí 1938. Kona hans Emma T. Hansen frá Nesi í Austurey, Færeyjum.
8. Soffía Lillý Jóhannesdóttir, húsfreyja í St. Marys í New South Wales, Ástarlíu, f. 20. júní 1940, d. 9. júlí 2016. Maður hennar Lúðvík Sigurðsson frá Sunnuhvoli á Djúpavogi.

Ragnar var með foreldrum sínum skamma stund, því að móðir hans lést, er hann var sléttra fjögurra ára. Hann var síðar með föður sínum og ráðskonunni, síðar stjúpmóður sinni Mörtu Pétursdóttur.
Ragnar vann verkamannastörf, síðan var hann sjómaður. Hann fór ásamt Gísla Steingrímssyni í heimsferð 1952-1960.
Þau Hólmfríður giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn og Hólmfríður átti eitt barn áður, sem Ragnar gekk í föðurstað. Þau bjuggu í Valhöll við Strandveg 43a við Gos 1973, síðar á Hólagötu 34.
Þau Hólmfríður ráku Friðarhafnarskýlið um árabil.
Ragnar lést 2020.

I. Kona Ragnars, (26. mars 1967), er Hólmfríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi, húsfreyja, kaupmaður, f. 24. febrúar 1940.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Anna Georgsdóttir, dóttir Hómfríðar, f. 17. maí 1960. Maður hennar Einar Þórðarson Waldorff.
2. Linda Kristín Ragnarsdóttir, f. 13. janúar 1964. Fyrrum maður hennar Ómar Bragi Birkisson. Sambúðarmaður hennar Miguel Ribeiro.
3. Sigurður Ingi Ragnarsson, f. 16. október 1965. Kona hans Guðfinna Evý Sigurðardóttir.
4. Ragnar Þór Ragnarsson, f. 28. júlí 1972. Fyrrum kona hans Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir. Kona hans Hildur Vattnes Kristjánsdóttir.
5. Sindri Freyr Ragnarsson, f. 22. janúar 1981, ókvæntur, barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.