Ólafur Jónsson (Fögruvöllum)
Ólafur Jónsson tómthúsmaður á Fögruvöllum fæddist 1. júní 1836 og lést 27. ágúst 1863.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, síðar bóndi í Snotru í Þykkvabæ, f. 4. nóvember 1807, d. 8. mars 1854, og barnsmóðir hans Ólöf Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Hábæ þar, f. 1810, d. 24. maí 1866.
Ólafur var með föður sínum í Snotru 1845 og 1850, vinnumaður í Borgartúni í Þykkvabæ 1855.
Ólafur fluttist frá Miðey í Landeyjum að Nýjabæ 1860, var vinnumaður þar til 1862 hjá Kristínu Einarsdóttur húsfreyju og Þorsteini Jónssyni bónda og síðar þingmanni.
Hann var tómthúsmaður á Fögruvöllum 1863, er hann lést úr „sóttveiki“.
Ólafur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
I. Barnsmóðir Ólafs var Katrín Guðmundsdóttir, síðar bústýra í Haga í V-Landeyjum, f. 29. apríl 1840, d. 1. desember 1908. Hún var systir
1. Guðmundar húsmanns á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, kvæntur Guðríði Oddsdóttur.
2. Sæmundar húsmanns á Vilborgarstöðum, f. 9. júlí 1837, d. 18. október 1890, fyrr kvæntur Ástríði Hjaltadóttur, síðar Guðbjörgu Árnadóttur.
3. Einars Guðmundssonar bóndi á Steinsstöðum f. 26. mars 1834 og hrapaði til bana úr Ofanleitishamri 27. maí 1858.
Móðursystir Katrínar í Eyjum var
4. Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883, kona Jóns Jónssonar bónda, f. 1. mars 1791, hrapaði til bana 21. ágúst 1851.
Barn Ólafs og Katrínar var
1. Guðmundur Ólafsson vinnumaður á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, f. 2. júlí 1859, d. 25. mars 1893.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.