Kristín Skaftadóttir (Ólafsvík)
Kristín Skaftadóttir í Ólafsvík við Hilmisgötu 7, húsfreyja fæddist 29. apríl 1906 á Suður-Fossi í Mýrdal og lést 10. apríl 1992.
Fósturforeldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir og Ólafur Ástgeirsson.
Faðir hennar var Skafti bóndi á Suður-Fossi, f. 2. janúar 1874 á Norður-Götum þar, d. 17. júní 1924 á Suður-Fossi, Gíslason bónda, síðast á Norður-Götum, f. í Mýrdal, skírður 25. júlí 1827, Einarssonar bónda lengst í Þórisholti í Mýrdal, f. 7. desember 1796 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 29. júní 1879 í Þórisholti, Jóhannssonar, og konu Einars, Ragnhildar Jónsdóttur húsfreyju, yfirsetukonu, f. 1791 á Höfðabrekku, d. 2. júlí 1879 í Þórisholti.
Kona Gísla Einarssonar á Norður-Götum og móðir Skafta á Suður-Fossi var Sigríður húsfreyja, f. 22. apríl 1830 á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 28. október 1893 á Norður-Götum, Tómasdóttir smiðs á Ásólfsskála, síðar bónda og smiðs í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 8. júlí 1790, d. 29. júní 1854, Þórðarsonar, og konu Tómasar, Margrétar húsfreyju, f. 1796, Jónsdóttur.
Fyrri kona Skafta Gíslasonar og móðir Kristínar var Margrét húsfreyja, f. 27. apríl 1877 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, d. 3. ágúst 1912 á Suður-Fossi, Jónsdóttir vinnumanns, lausamanns og síðar járnsmiðs á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917, Guðmundssonar bónda í Vallnatúni, f. 12. ágúst 1816, d. 29. maí 1917, Gíslasonar, og konu Guðmundar Gíslasonar, Margrétar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Jónsdóttur og barnsmóðir Jóns Guðmundssonar á Bergi var Sigurlaug vinnukona víða u. Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu, f. 14. janúar 1857, d. 2. september 1899, Þorleifsdóttir.
Faðir Sigurlaugar var Þorleifur bóndi, síðast í Jórvík (Jórvíkurhryggjum) í Álftaveri, f. 18. október 1817 í Mörtungu á Síðu, d. 18. júní 1902 á Brekkum í Mýrdal, Eyjólfsson bónda, síðast í Mörtungu, f. 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar bónda í Mörtungu, f. 1742, d. 8. júlí 1823 í Skál á Síðu, Ísleikssonar, og konu Þórarins, Þóru húsfreyju, f. 1736, d. 7. maí 1819, Eyjólfsdóttur.
Móðir Þorleifs í Jórvík og kona Eyjólfs í Mörtungu var Anna húsfreyja, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttir bónda, meðhjálpara og hreppstjóra lengst á Seglbúðum í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797 í Eystra-Hrauni þar, Bjarnasonar, og konu Odds, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803 á Eystra-Hrauni, Björnsdóttur.
Móðir Sigurlaugar í Hraunkoti og kona Þorleifs í Jórvíkurhrygg var Kristín yngri, húsfreyja, f. 29. október 1826 á Flögu í Skaftártungu, d. 16. júní 1890 á Ketilsstöðum í Mýrdal, Vigfúsdóttir bónda á Svartanúpi og Flögu í Skaftártungu, f. 1797 á Borgarfelli, drukknaði í Hólmsá 3. nóvember 1863, Bótólfssonar bónda á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1752, d. 1803 á Borgarfelli, Jónssonar, og konu Bótólfs, Kristínar húsfreyju, f. 1765 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 7. mars 1817 í Gröf þar, Ísleifsdóttur.
Móðir Kristínar í Jórvíkurhrygg og fyrri kona Vigfúsar á Svartanúpi var Guðrún húsfreyja, f. 1792 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 10. febrúar 1849 á Flögu þar, Árnadóttir bónda í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar, og konu Árna í Hrífunesi, Kristínar húsfreyju, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttur.
Móðurfaðir Kristínar var
1. Jón Guðmundsson verkamaður, járnsmiður á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917.
Börn Skafta og Margrétar í Eyjum voru:
1. Sigríður Skaftadóttir húsfreyja í Lyngfelli, f. 1. maí 1901, d. 31. júlí 1939, kona Guðlaugs Br. Jónssonar kaupmanns.
2. Ragnhildur Skaftadóttir vinnukona í Lyngfelli, f. 8. febrúar 1904 á Suður-Fossi, d. 12. október 1939 í Hafnarfirði.
3. Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906 á Suður-Fossi, d. 10. apríl 1992. Maður hennar var Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. október 1898, d. 4. ágúst 1969.
4. Ísey Skaftadóttir húsfreyja á Vestmannabraut 25, f. 13. mars 1911 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 6. júní 1987. Maður hennar Sigurmundur Runólfsson verkamaður, útgerðarmaður, verkstjóri.
5. Margrét Skaftadóttir Scheving, húsfreyja, f. 28. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009. Maður hennar var Sigurður Sveinsson Scheving bankamaður, leikari, f. 9. apríl 1910, d. 10. nóvember 1977.
Kristín var með foreldrum sínum á Suður-Fossi til 1912, en þá lést móðir hennar.
Hún var send í fóstur til Kristínar móðursystur sinnar og Ólafs Ástgeirssonar í Litlabæ 1912.
Þau Runólfur giftu sig 1924, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Vallartúni, á Brimbergi, en byggðu við raðhúsið við Hilmisgötu og nefndu Ólafsvík. Þar bjuggu þau meðan báðum entist líf. Runólfur lést 1969. Kristín bjó þar til Goss.
Hún bjó síðast að Kleppsvegi 32 í Reykjavík og lést 1992.
I. Maður Kristínar, (18. október 1924), var Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. október 1898 , d. 4. ágúst 1969.
Börn þeirra:
1. Rebekka Runólfsdóttir verslunarmaður, verkakona, f. 31. janúar 1925 í Vallartúni, d. 30. janúar 1976. Barnsfeður hennar voru Edvard Kristinn Olsen og Olav Olsen.
2. Guðrún Gréta Runólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. desember 1928 á Brimbergi, d. 18. júní 2014. Fyrrum maður hennar Stefán Þ. Guðjohnsen. Barnsfaðir hennar Jóhannes Jónsson.
3. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1931 í Ólafsvík. Maður hennar Ólafur H. Frímannsson, látinn.
4. Þóra Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1936 í Ólafsvík, d. 8. mars 1984. Maður hennar Birgir Reynir Ólafsson, látinn.
5. Jóhann Runólfsson sjómaður, bankastarfsmaður, f. 16. október 1944 í Ólafsvík, d. 18. maí 2018. Fyrrum kona hans er Guðbjörg Stella Traustadóttir kjólameistari, síðar í Bandaríkjunum. Kona hans Bergþóra S. Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðlaug Kristín.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.