Guðlaugur Br. Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Brynjólfur Jónsson bóndi, kaupmaður, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, heildsali fæddist 31. janúar 1895 í Reynisdal í Mýrdal og lést 2. október 1966.
Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi, smiður, kaupmaður, f. 9. agúst 1864 í Reynisdal, d. 27. júlí 1947, og fyrri kona hans Guðríður Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 14. júní 1860 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 13. ágúst 1935.

Guðlaugur var með foreldrum sínum í Reynisdal 1899-1902 (ekki skráður í manntali 1895-1898), var með þeim í Vík í Mýrdal 1902-1908, var í Eyjum 1908-1909, í Vík 1909-1914, kaupmaður þar 1914-1919.
Hann flutti til Eyja 1919, var þar kaupmaður og útgerðarmaður og rak hænsnabú í Lyngfelli til 1939, er hann flutti til Reykjavíkur, stofnaði innflutningsverslun og var framkvæmdastjóri og heildsali þar og síðar verslunarmaður til æviloka.
Þau Sigríður bjuggu saman í Tungu við Heimagötu 4 1920, síðar í Gvendarhúsi og að lokum í Lyngfelli.
Þau fluttu heimili sitt til Reykjavíkur 1939.
Sigríður lést 1939 og Guðlaugur 1966.

I. Sambýliskona (bústýra) Guðlaugs var Sigríður Skaftadóttir bústýra, húsfreyja frá Suður-Fossi í Mýrdal, f. 1. maí 1901, d. 31. júlí 1939.
Barn þeirra:
1. Þorgrímur Guðlaugssn heildsali í Reykjavík, f. 27. september 1921 í Tungu við Heimagötu 4, d. 12. mars 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.