Rebekka Runólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rebekka Runólfsdóttir frá Ólafsvík, verslunarmaður, verkakona fæddist 31. janúar 1925 í Vallartúni og lést 30. janúar 1976.
Foreldrar hennar voru Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. otóber 1898, d. 4. ágúst 1969, og kona hans Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992.

Börn Kristínar og Runólfs:
1. Rebekka Runólfsdóttir verslunarmaður, verkakona, f. 31. janúar 1925, d. 30. janúar 1976. Barnsfeður hennar voru Eðvarð Kristinn Olsen og Olaf Olsen, látnir.
2. Guðrún Gréta Runólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. desember 1928, d. 18. júní 2014. Fyrrum maður hennar Stefán Þ. Guðjohnsen. Barnsfaðir hennar Jóhannes Jónsson, látinn.
3. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1931. Maður hennar Ólafur H. Frímannsson, látinn.
4. Þóra Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1936, d. 8. mars 1984. Maður hennar Birgir Reynir Ólafsson, látinn.
5. Jóhann Runólfsson sjómaður, bankastarfsmaður, f. 16. október 1944, d. 18. maí 2018. Fyrri kona hans Guðbjörg Stella Traustadóttir. Síðari kona hans Bergþóra S. Þorsteinsdóttir.

Rebekka var með foreldrum sínum í æsku.
Hún sótti Gagnfræðaskólann í tvö ár, vann verslunarstörf.
Hún eignaðist tvö börn.
Rebekka fluttist upp á Land, bjó síðast á Reynigrund 33 í Kópavogi.
Hún lést 1976.

I. Barnsfaðir hennar var Eðvarð Kristinn Olsen flugstjóri, einn af stofnendu Loftleiða hf., f. 24. júní 1917, d. 28. janúar 2001. Foreldrar hans voru Jentofts Gerhard Hagelund Olsen frá Tromsø í Noregi, f. 22. apríl 1877, d. 16. desember 1958, og kona hans Ingiríður Lýðsdóttir frá Hjallanesi í Landssveit, húsfreyja, f. 29. maí 1888, d. 9. september 1974.
Barn þeirra:
1. Kristján Olsen listmálari, f. 13. janúar 1948 á Hilmisgötu 7.

I. Barnsfaðir Rebekku var Olaf Olsen flugstjóri, f. 27. júní 1924, d. 25. júlí 1999. Foreldrar hans voru Jentofts Gerhard Hagelund Olsen frá Tromsø í Noregi, f. 22. apríl 1877, d. 16. desember 1958, og kona hans Ingiríður Lýðsdóttir frá Hjallanesi í Landssveit,húsfreyja, f. 29. maí 1888, d. 9. september 1974.
Barn þeirra:
2. Erna Olsen húsfreyja, starfsmaður Borgarbókasafns Reykjavíkur í Álfheimum í Reykjavík, f. 21. nóvember 1952 að Hilmisgötu 7. Maður hennar Gunnar Guðnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.