Guðlaug Kristín Runólfsdóttir
Guðlaug Kristín Runólfsdóttir frá Ólafsvík við Hilmisgötu 7, húsfreyja, framkvæmdastjóri fæddist þar 6. september 1931.
Foreldrar hennar voru Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. otóber 1898, d. 4. ágúst 1969, og kona hans Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992.
Börn Kristínar og Runólfs:
1. Rebekka Runólfsdóttir verslunarmaður, verkakona, f. 31. janúar 1925, d. 30. janúar 1976. Barnsfeður hennar voru Edvard Kristinn Olsen og Olav Olsen, látnir.
2. Guðrún Gréta Runólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. desember 1928, d. 18. júní 2014. Fyrrum maður hennar Stefán Þ. Guðjohnsen. Barnsfaðir hennar Jóhannes Jónsson, látinn.
3. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1931. Maður hennar Ólafur H. Frímannsson, látinn.
4. Þóra Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1936, d. 8. mars 1984. Maður hennar Birgir Reynir Ólafsson, látinn.
5. Jóhann Runólfsson sjómaður, bankastarfsmaður, f. 16. október 1944, d. 18. maí 2018. Fyrri kona hans Guðbjörg Stella Traustadóttir. Síðari kona hans Bergþóra S. Þorsteinsdóttir.
Guðlaug Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Iðnskólann í þrjú og hálft ár, starfaði við sumarhótelið á Laugarvatni tvö sumur 1948 og 1949 og á Sjúkrahúsinu. Einnig vann hún við afgreiðslu í Kaupfélaginu.
Hún var framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík í 25 ár.
Þau Ólafur giftu sig 1952 í Eyjum, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Barónstíg 78, en á Hagamel 37 frá árinu 1956 og þar býr Guðlaug Kristín.
Ólafur Helgi lést 2010.
I. Maður Guðlaugar Kristínar, (6. júlí 1952), var Ólafur Helgi Frímannsson bankastarfsmaður, f. 10. janúar 1931, d. 29. apríl 2010. Foreldrar hans voru Frímann Ólafsson forstjóri, f. 31. október 1900 í Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 8. janúar 1956, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1902 í Flatey á Breiðafirði, d. 22. maí 1978.
Börn þeirra:
1. Frímann Ólafsson trésmiður, verslunarmaður, f. 10. maí 1953. Kona hans Margrét Þórarinsdóttir.
2. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, veitingastjóri, f. 15. maí 1954. Maður hennar Karl Óskar Hjaltason.
3. Runólfur Ólafsson sagnfræðingur, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, f. 2. október 1959. Kona hans Anna Dagný Smith.
4. Ólafur Haukur Ólafsson verkefnastjóri, f. 1. febrúar 1962. Kona hans Guðbjörg Erlendsdóttir.
5. Kjartan Ólafsson framreiðslumaður, f. 14. júní 1963. Kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.