Sigurmundur Runólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurmundur Runólfsson.

Sigurmundur Runólfsson verkamaður, útgerðarmaður, verkstjóri fæddist 4. ágúst 1904 í Hausthúsum á Stokkseyri og lést 16. febrúar 1974.
Faðir hans var Runólfur frá Hausthúsum á Stokkseyri, bóndi, verkamaður, f. 7. apríl 1872 í Magnúsfjósum í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 19. júlí 1946, Jónasson bónda í Magnúsfjósum 1870, í Eyvakoti 1890, f. 28. febrúar 1838 í Kaldaðarnessókn, d. 17. mars 1894, Hannessonar bónda í Ranakoti efra á Stokkseyri 1832-1838, áður í Langholti í Flóa, f. 23. ágúst 1786, d. 2. febrúar 1839, Runólfssonar, og konu Hannesar Runólfssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 22. maí 1808 í Vesturkoti á Skeiðum, d. 18. janúar 1860, Ingimundardóttur á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum Sigvaldasonar.
Móðir Runólfs Jónassonar og kona Jónasar í Magnúsfjósum var Margrét húsfreyja, f. 1839, Bjarnadóttir bónda á Stóra-Hálsi í Úlfljótsvatnssókn 1845, f. um 1794 á Hala í Ölfusi, d. 7. september 1860, Kolbeinssonar, og konu Bjarna, Málmfríðar húsfreyju, f. 1794, Ólafsdóttur bónda í Tungu í Úlfljótsvatnssókn 1801, Jónssonar og konu Ólafs Jórunnar Einarsdóttur húsfreyju.

Móðir Sigurmundar Runólfssonar og kona Runólfs Jónassonar var Sólrún frá Þinghól í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 28. maí 1867, d. 2. september 1941, Guðmundsdóttir bónda á Þinghól 1870, f. 10. september 1826, d. 8. ágúst 1907, Árnasonar bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1796, d. 26. febrúar 1845, Vigfússonar og konu Árna Vigfússonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. janúar 1805, d. 28. maí 1890, Magnúsdóttur.
Móðir Sólrúnar og kona Guðmundar í Þinghól var Þóra húsfreyja, f. 31. janúar 1823, d. 20. júní 1888, Jónsdóttir bónda á Háarima í Þykkvabæ og Syðri-Rauðalæk í Holtum, f. 17. september 1789 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 14. mars 1852, Hólmfastssonar, og fyrri konu Jóns Hólmfastssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 24. apríl 1794, d. 4. desember 1839, Felixdóttur.


ctr


Sólrún Guðmundsdóttir og Runólfur Jónasson og börn þeirra.


Börn Runólfs og Sólrúnar voru:
1. Jónasína Þóra Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894 á Óseyrarnesi, d. 8. janúar 1977.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri og í Reykjavík, f. 6. júní 1896 í Ranakoti, d. 24. júlí 1981.
3. Runólfur Runólfsson formaður, vélstjóri, f. 12. desember 1899 í Hausthúsum, d. 4. júní 1983.
4. Sigurmundur Runólfsson verkamaður, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 4. ágúst 1904 í Hausthúsum, d. 16. febrúar 1974.
5. Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja í Litla-Hvammi, f. 13. janúar 1907 í Hausthúsum, d. 7. mars 1997.

Sigurmundur var með foreldrum sínum í Hausthúsum í æsku og fluttist með þeim til Eyja. Hann var með þeim á Geirlandi 1920 og í Bræðratungu 1922 og enn 1930.
Hann reisti húsið að Vestmannabraut 25 1932-1933, en það var oft nefnt Mundahús. Þar bjuggu þau Ísey nýgift 1934 og síðan. Þau eignuðust 5 börn, en misstu eitt þeirra 7 ára gamalt 1943.

Hér er ljósrit frá Arnari Sigurmundssyni af verkaferli Sigurmundar, sem hann skrifaði í vasabók sína.


ctr


Kona Sigurmundar, (1934), var Ísey Skaftadóttir húsfreyja, f. 13. mars 1911 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 6. júní 1987.
Börn þeirra:
1. Heiðmundur Sigurmundsson bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935 á Vestmannabraut 25, d. 13. júlí 2010.
2. Sólólfur Sigurmundsson, f. 9. apríl 1936 á Vestmannabraut 25, d. 7. október 1943.
3. Ingólfur Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 24. desember 1939 á Vestmannabraut 25, d. 20. ágúst 2013.
4. Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi, f. 19. nóvember 1943 á Vestmannabraut 25.
5. Guðjón Róbert Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 13. september 1948 á Vestmannabraut 25, d. 8. desember 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.