Ísey Skaftadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ísey Skaftadóttir.

Ísey Skaftadóttir húsfreyja á Vestmannabraut 25 fæddist 13. mars 1911 á Suður-Fossi í Mýrdal og lést 6. júní 1987.
Faðir hennar var Skafti bóndi á Suður-Fossi, f. 2. janúar 1874 á Norður-Götum þar, d. 17. júní 1924 á Suður-Fossi, Gíslason bónda, síðast á Norður-Götum, f. í Mýrdal, skírður 25. júlí 1827, Einarssonar bónda lengst í Þórisholti í Mýrdal, f. 7. desember 1796 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 29. júní 1879 í Þórisholti, Jóhannssonar, og konu Einars, Ragnhildar Jónsdóttur húsfreyju, yfirsetukonu, f. 1791 á Höfðabrekku, d. 2. júlí 1879 í Þórisholti.
Kona Gísla Einarssonar á Norður-Götum og móðir Skafta á Suður-Fossi var Sigríður húsfreyja, f. 22. apríl 1830 á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 28. október 1893 á Norður-Götum, Tómasdóttir smiðs á Ásólfsskála, síðar bónda og smiðs í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 8. júlí 1790, d. 29. júní 1854, Þórðarsonar, og konu Tómasar, Margrétar húsfreyju, f. 1796, Jónsdóttur.
Sigríður var móðir Gunnvarar Guðmundsdóttur fósturmóður Íseyjar Skaftadóttur.

Fyrri kona Skafta Gíslasonar og móðir Íseyjar var Margrét húsfreyja, f. 27. apríl 1877 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, d. 3. ágúst 1912 á Suður-Fossi, Jónsdóttir vinnumanns, lausamanns og síðar járnsmiðs á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917, Guðmundssonar bónda í Vallnatúni, f. 12. ágúst 1816, d. 29. maí 1917, Gíslasonar, og konu Guðmundar Gíslasonar, Margrétar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Jónsdóttur og barnsmóðir Jóns Guðmundssonar á Bergi var Sigurlaug vinnukona víða u. Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu, f. 14. janúar 1857, d. 2. september 1899, Þorleifsdóttir bónda, síðast í Jórvík (Jórvíkurhryggjum) í Álftaveri, f. 18. október 1817 í Mörtungu á Síðu, d. 18. júní 1902 á Brekkum í Mýrdal, Eyjólfssonar bónda, síðast í Mörtungu, f. 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar bónda í Mörtungu, f. 1742, d. 8. júlí 1823 í Skál á Síðu, Ísleikssonar, og konu Þórarins, Þóru húsfreyju, f. 1736, d. 7. maí 1819, Eyjólfsdóttur.
Móðir Þorleifs í Jórvík og kona Eyjólfs í Mörtungu var Anna húsfreyja, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttir bónda, meðhjálpara og hreppstjóra lengst á Seglbúðum í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797 í Eystra-Hrauni þar, Bjarnasonar, og konu Odds, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803 á Eystra-Hrauni, Björnsdóttur.

Móðir Sigurlaugar í Hraunkoti og kona Þorleifs í Jórvíkurhrygg var Kristín yngri, húsfreyja, f. 29. október 1826 á Flögu í Skaftártungu, d. 16. júní 1890 á Ketilsstöðum í Mýrdal, Vigfúsdóttir bónda á Svartanúpi og Flögu í Skaftártungu, f. 1797 á Borgarfelli, drukknaði í Hólmsá 3. nóvember 1863, Bótólfssonar bónda á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1752, d. 1803 á Borgarfelli, Jónssonar, og konu Bótólfs, Kristínar húsfreyju, f. 1765 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 7. mars 1817 í Gröf þar, Ísleifsdóttur.
Móðir Kristínar í Jórvíkurhrygg og fyrri kona Vigfúsar á Svartanúpi var Guðrún húsfreyja, f. 1792 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 10. febrúar 1849 á Flögu þar, Árnadóttir bónda í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar, og konu Árna í Hrífunesi, Kristínar húsfreyju, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttur.


ctr


Foreldrar Íseyjar og börn og síðari kona Skafta og börn þeirra.
Ísey er nr. 2 í 4. röð ofanfrá talið.


Móðurfaðir Íseyjar var
1. Jón Guðmundsson verkamaður, járnsmiður á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917.
Systur Íseyjar í Eyjum voru:
1. Sigríður Skaftadóttir húsfreyja í Lyngfelli, f. 1. maí 1901, d. 31. júlí 1939, kona Guðlaugs Br. Jónssonar kaupmanns.
2. Ragnhildur Skaftadóttir vinnukona í Lyngfelli, f. 8. febrúar 1904 á Suður-Fossi, d. 12. október 1939 í Hafnarfirði.
3. Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906 á Suður-Fossi, d. 10. apríl 1992. Maður hennar var Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. október 1898, d. 4. ágúst 1969.
4. Margrét Skaftadóttir Scheving, húsfreyja, f. 28. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009. Maður hennar var Sigurður Sveinsson Scheving bankamaður, leikari, f. 9. apríl 1910, d. 10. nóvember 1977.

Ísey var ein af 14 systkinum. Hún missti móður sína, er hún var á öðru ári aldurs síns.
Hún fór í fóstur til Heiðmundar Hjaltasonar frænda síns á Suður-Götum í Mýrdal og sambýliskonu hans Gunnvarar Guðmundsdóttur frænku sinnar tveggja mánaða gömul.
Heiðmundur og Skafti voru bræðrasynir og Gunnvör var hálfsystir Skafta.
Í Suður-Götum ólst hún upp til 1925. Hún varð vinnukona í Görðum þar 1925 til 1932, vann ýmis störf, þar á meðal réri hún til fiskjar og seig í björg. Hún fluttist til Eyja 1932, en var síðan eitt ár á Eskifirði, en var alkomin til Eyja 1934.
Þau Sigurmundur giftu sig 1934 og bjuggu í húsi sínu að Vestmannabraut 25 allan sinn búskap. Þau eignuðust þar fimm börn, en misstu eitt þeirra 7 ára gamalt 1943.
Sigurmundur lést 1974 og Ísey 1987.

Maður Íseyjar, (1934), var Sigurmundur Runólfsson útgerðarmaður, verkamaður, verkstjóri, f. 4. júní 1904, d. 16. febrúar 1974.
Börn þeirra:
1. Heiðmundur Sigurmundsson bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935 á Vestmannabraut 25, d. 13. júlí 2010.
2. Sólólfur Sigurmundsson, f. 9. apríl 1936 á Vestmannabraut 25, d. 7. október 1943.
3. Ingólfur Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 24. desember 1939 á Vestmannabraut 25, d. 20. ágúst 2013.
4. Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri, f. 19. nóvember 1943 á Vestmannabraut 25.
5. Guðjón Róbert Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 13. september 1948 á Vestmannabraut 25, d. 8. desember 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.