Þóra Runólfsdóttir (Ólafsvík)
Þóra Runólfsdóttir frá Ólafsvík við Hilmisgötu 7, húsfreyja fæddist þar 8. október 1936 og lést 8. mars 1984.
Foreldrar hennar voru Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaskoðunarmaður, f. 4. otóber 1898, d. 4. ágúst 1969, og kona hans Kristín Skaftadóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992.
Börn Kristínar og Runólfs:
1. Rebekka Runólfsdóttir verslunarmaður, verkakona, f. 31. janúar 1925, d. 30. janúar 1976. Barnsfeður hennar voru Eðvarð Kristinn Olsen og Olaf Olsen, látnir.
2. Guðrún Gréta Runólfsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 5. desember 1928, d. 18. júní 2014. Fyrrum maður hennar Stefán Þ. Guðjohnsen. Barnsfaðir hennar Jóhannes Jónsson, látinn.
3. Guðlaug Kristín Runólfsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1931. Maður hennar Ólafur H. Frímannsson, látinn.
4. Þóra Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1936, d. 8. mars 1984. Maður hennar Birgir Reynir Ólafsson, látinn.
5. Jóhann Runólfsson sjómaður, bankastarfsmaður, f. 16. október 1944, d. 18. maí 2018. Fyrri kona hans Guðbjörg Stella Traustadóttir. Síðari kona hans Bergþóra S. Þorsteinsdóttir.
Þóra var með foreldrum sínum í æsku, en flutti til Reykjavíkur 17 ára.
Hún vann við verslun Ragnars Blöndal.
Þau Birgir giftu sig 1956, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Reykjavík og Keflavík.
Þau fluttu til Eyja, keyptu Hof og bjuggu þar í nokkur ár.
Birgir Reynir lést 1973 og Þóra 1984.
I. Maður Þóru var Birgir Reynir Ólafsson skrifstofumaður, f. 11. janúar 1931, d. 25. maí 1973.
Barn þeirra:
1. Ingólfur Birgisson, f. 1. apríl 1958 í Keflavík. Hann býr í Svíþjóð. Fyrrum kona hans Ólöf Guðjónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.