Ingvar Sigurjónsson (Skógum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingvar Sigurjónsson.

Ingvar Sigurjónsson frá Skógum, sjómaður, beitningamaður, trésmiður fæddist 7. júní 1926 að Búðarfelli og lést 15. júlí 2015 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Sigurjón Ingvarsson skipstjóri, f. 20. desember 1895 að Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 29. mars 1986, og kona hans Hólmfríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1906 á Hólmi í Stokkseyrarhreppi, d. 11. mars 1991.

Börn Hólmfríðar og Sigurjóns:
1. Ingvar Sigurjónsson sjómaður, trésmiður, f. 7. júní 1926 á Búðarfelli, d. 15. júlí 2015.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfreyja á Skagaströnd, f. 13. júní 1928 á Heiðarbóli, d. 14. desember 1990.
3. Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir húsfreyja, ræstingakona, f. 11. desember 1931 í Skógum.
4. Ása Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1944 í Skógum, d. 28. ágúst 2020.

Ingvar var með foreldrum sínum í æsku, var ,,í sveit“ á Klömbru u. Eyjafjöllum á yngri árum.
Hann fór snemma til sjós, vann einnig við beitningu í landi.
Ingvar vann við smíðar eftir Gos og lauk sveinsprófi. Að síðustu var hann landmaður hjá vb. Gandi.
Hann dvaldi síðast að Hraunbúðum.
Þau Álfheiður giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Eystri Oddsstöðum við fæðingu Hólmfríðar og Sigþórs, á Ásavegi 28 við fæðingu Sigurlínar Guðnýjar 1959 og Sigurjóns 1962 og þar til Goss 1973, en bjuggu á Brimhólabraut 9 eftir Gos.
Álfheiður lést 1999 og Ingvar 2015.

I. Kona Ingvars, (31. desember 1949), var Álfheiður Sigurðardóttir frá Gljúfri í Ölfusi, húsfreyja, f. 6. nóvember 1921, d. 7. september 1999.
Börn þeirra:
1. Hólmfríður Ingvarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akureyri, f. 17. maí 1950, d. 25. ágúst 2022. Maður hennar Kristján Vagnsson.
2. Sigþór Ingvarsson, f. 16. október 1953 á Eystri Oddsstöðum. Kona hans er Guðrún Dröfn Guðnadóttir
3. Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 18. júní 1959, gift Erni Braga Tryggvasyni.
4. Sigurjón Ingvarsson, f. 8. júní 1962 í Eyjum. Kona hans er Ágústa Árnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 25. júlí 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.