Sigþór Ingvarsson
Sigþór Ingvarsson netagerðarmeistari fæddist 16. október 1953 á Eystri-Oddsstöðum.
Foreldrar hans voru Ingvar Sigurjónsson frá Skógum við Bessastíg 8, sjómaður, beitningamaður, trésmiður, f. 7. júní 1926, d. 15. júlí 2015, og kona hans Álfheiður Sigurðardóttir frá Gljúfri í Ölfusi, húsfreyja, f. 6. nóvember 1921, d. 7. september 1999.
Börn Álfheiðar og Ingvars:
1. Hólmfríður Ingvarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akureyri, f. 17. maí 1950, gift Kristjáni Vagnssyni.
2. Sigþór Ingvarsson, f. 16. október 1953 á Eystri Oddsstöðum. Kona hans er Guðrún Dröfn Guðnadóttir
3. Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 18. júní 1959, gift Erni Braga Tryggvasyni.
4. Sigurjón Ingvarsson, f. 8. júní 1962 í Eyjum. Kona hans er Ágústa Hulda Árnadóttir.
Þau Guðrún Dröfn giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa við Brimhólabraut 11.
I. Kona Sigþórs er Guðrún Dröfn Guðnadóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. mars 1954.
Barn þeirra:
1. Guðni Hans Sigþórsson, f. 9. ágúst 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún Dröfn.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.