Álfheiður Sigurðardóttir
Álfheiður Sigurðardóttir húsfreyja á Eystri Oddsstöðum og víðar fæddist 6. nóvember 1921 að Gljúfri í Ölfusi og lést 7. september 1999.
Foreldrar hennar voru Sigurður Benediktsson frá Einholti, bóndi, f. 19. apríl 1878, d. 25. apríl 1961, og kona hans Guðný Einarsdóttir frá Kotströnd, húsfreyja, f. 9. nóvember 1888, d. 3. ágúst 1971.
Álfheiður ólst upp með fjölskyldu sinni. Hún vann oft að heiman á vetrum, oftast í Reykjavík við margs konar störf, m.a. í mötuneytum, á veitingahúsum, saumastofum. Að auki sótti hún námskeið og var nemandi í Kvennaskólanum á Staðarfelli í Dölum.
Hún giftist Ingvari 1949 og fluttist til Eyja. Þau Ingvar eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Eystri-Oddsstöðum við fæðingu Hólmfríðar og Sigþórs, á Ásavegi 28 við fæðingu Sigurlínar Guðnýjar 1959 og Sigurjóns 1962 og til Goss 1973. Þau bjuggu á Selfossi í Gosinu, fluttust til Eyja 1974, keyptu Brimhólabraut 9 og bjuggu þar síðan.
Álfheiður lést 1999 og Ingvar 2015.
I. Maður Álfheiðar, (31. desember 1949), var Ingvar Sigurjónsson frá Skógum, sjómaður, beitningamaður, trésmiður, f. 7. júní 1926 á Búðarfelli, d. 15. júlí 2015.
Börn þeirra:
1. Hólmfríður Ingvarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði á Akureyri, f. 17. maí 1950, d. 25. ágúst 2022. Maður hennar Kristján Vagnsson.
2. Sigþór Ingvarsson, f. 16. október 1953 á Eystri Oddsstöðum. Kona hans er Guðrún Dröfn Guðnadóttir
3. Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 18. júní 1959, gift Erni Braga Tryggvasyni.
4. Sigurjón Ingvarsson, f. 8. júní 1962 í Eyjum. Barnsmóðir hans er Erna Hjaltadóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Halldóra Svavarsdóttir. Kona hans er Ágústa Hulda Árnadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. september 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.