Hólmfríður Guðjónsdóttir (Skógum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hólmfríður Guðjónsdóttir húsfreyja í Skógum fæddist 2. nóvember 1906 á Hólmi í Stokkseyrarhreppi og lést 11. mars 1991.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi, sjómaður á Hólmi, f. 8. desember 1870 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 27. mars 1952, og kona hans Jóhanna Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1872 í Vatnsholti í Grímsnesi, d. 8. júlí 1960.

Hólmfríður var með foreldrum sínum 1910 og 1920, réðst til vinnukonustarfa að Staðarhóli og fluttist til Eyja 1925. Þau Sigurjón giftu sig á því ári, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Búðarfelli við giftingu og enn 1927, á Brekastíg 8, Heiðarbóli við fæðingu Jóhönnu 1928 og enn 1930. Þau bjuggu í Skógum við Bessastíg 1931 og síðan, uns þau fluttu 1951 í nýbyggt hús sitt og Kristbjargar dóttur sinnar og Grétars Skaftasonar, að Vallargötu 4.
Sigurjón lést 1986 og Hólmfríður 1991.

I. Maður Hólmfríðar, (30. desember 1925), var Sigurjón Ingvarsson skipstjóri, f. 20. desember 1895, d. 29. mars 1986.
Börn þeirra:
1. Ingvar Sigurjónsson sjómaður, trésmiður, f. 7. júní 1926 á Búðarfelli, d. 15. júlí 2015.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfreyja á Skagaströnd, f. 13. júní 1928 á Heiðarbóli, d. 14. desember 1990.
3. Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1931 í Skógum.
4. Ása Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1944 í Skógum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.