Jóhanna Sigurjónsdóttir (Skógum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfreyja á Skagaströnd fæddist 13. júní 1928 á Heiðarbóli við Brekastíg 8 og lést 14. desember 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Ingvarsson skipstjóri, f. 20. desember 1895 að Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 29. mars 1986, og kona hans Hólmfríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1906 á Hólmi í Stokkseyrarhreppi, d. 11. mars 1991.

Börn Hólmfríðar og Sigurjóns:
1. Ingvar Sigurjónsson sjómaður, trésmiður, f. 7. júní 1926 á Búðarfelli, d. 15. júlí 2015.
2. Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfreyja á Skagaströnd, f. 13. júní 1928 á Heiðarbóli, d. 14. desember 1990.
3. Kristbjörg Ingileif Sigurjónsdóttir húsfreyja, ræstingakona, f. 11. desember 1931 í Skógum.
4. Ása Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1944 í Skógum, d. 28. ágúst 2020.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarbóli og í Skógum.
Hún nam í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Þau Ástmar giftu sig og bjuggu á Skagaströnd, eignuðust fjögur börn.
Ástmar lést 1977 og Jóhanna 1990.

I. Maður Jóhönnu var Ástmar Ingvarsson frá Balaskarði í Laxárdal, A-Hún., bifreiðastjóri, f. 5. júní 1923, d. 10. október 1977. Foreldrar hans voru Ingvar Stefán Pálsson bóndi, f. 25. október 1895 í Köldukinn á Ásum, d. 18. október 1968, og kona hans Signý Benediktsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1900 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal, d. 7. janúar 1991.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Ástmarsson bifreiðastjóri á Skagaströnd, f. 13. október 1949. Kona hans er Jökulrós Grímsdóttir.
2. Signý Ástmarsdóttir verkakona, f. 18. desember 1950. Maður hennar var Guðmundur Sigurvinsson.
3. Ingvar Ástmarsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 21. október 1954, d. 14. október 2018. Kona hans var Jóna Guðfinnsdóttir.
4. Ástmar Kári Ástmarsson bifreiðastjóri í Reykjanesbæ, f. 21. maí 1961. Kona hans er Jóhanna Vilhelmína Harðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 20. desember 1990. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.