Búðarfell
Jump to navigation
Jump to search
Húsið Búðarfell stendur við Skólaveg 8. Það var reist á árunum 1924-1925. Húsið er byggt úr timbri, en það var forskalað fram til ársins 2001, en þá lét Kolbrún Óskarsdóttir bárujárnsklæða húsið og tók það þá á sig núverandi svipgerð. Steinsteyptur stigi að aðalinngang var þá rifinn og byggðar trétröppur í þeirra stað. Jafnframt var bílskúr, sem var byggður á sama tíma og húsið, fjarlægður um svipað leyti.
Kjallari er á húsinu sem var aðskildur og gerður að séríbúð fyrir 1998.