Jón Eyjólfsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jón Eyjólfsson fyrrum bóndi á Rauðhálsi í Mýrdal, síðar í dvöl í Eyjum, fæddist 11. ágúst 1803 og lést 13. september 1875 á Gjábakka.
Faðir hans var Eyjólfur bóndi, síðast á Reyni í Mýrdal, f. 1776, Stefánsson bónda í Pétursey þar, f. 1738, d. 29. júní 1828 í Pétursey, Eyjólfssonar bónda í Strandarholti í Meðallandi, d. fyrir 1762, Jónssonar, og konu Eyjólfs í Strandarholti, Guðrúnar húsfreyju, f. 1713, á lífi 1773, Sigmundsdóttur.
Móðir Eyjólfs á Reyni og kona Stefáns í Pétursey var Anna húsfreyja, f. 1740, Jónsdóttir.

Móðir Jóns Eyjólfssonar á Rauðhálsi og kona Eyjólfs á Reyni var Guðrún húsfreyja, f. 1768 í Mýrdal, d. 30. júlí 1846 í Svaðbæli u. Eyjafjöllum, Jónsdóttir.
Móðir Ingimundar á Lækjarbakka er ókunn, fædd 1726.
Móðir Ingveldar húsfreyju á Reyni og fyrri kona Ingimundar á Lækjarbakka var Fríður húsfreyja, f. 1760, d. 25. mars eða maí 1804 á Lækjarbakka, Ólafsdóttir, og konu Ólafs, Ingveldar húsfreyju, f. (1727), Jónsdóttur, Eyjólfssonar.

Jón Eyjólfsson var hjá foreldrum sínum í Pétursey 1816 eða fyrr og til 1825, hjá þeim á Hellum í Mýrdal 1825 líklega -1827. Hann var með föður sínum á Reyni þar -1829, bóndi var hann þar 1829-1830, bóndi á Rauðhálsi 1830-1874.
Jón fluttist til Eyja 1874.
Kona Jóns Eyjólfssonar á Rauðhálsi, (19. júlí 1829), var Ingveldur húsfreyja, f. 1789 á Reyni, d. 29. maí 1869 á Rauðhálsi, Ingimundardóttir bónda, síðast á Lækjarbakka í Mýrdal, f. 1758 á Reyni, d. 20. maí 1820 á Lækjarbakka, Péturssonar bónda á Reyni, f. 1725, Ólafssonar bónda í Hjörleifshöfða og víðar, f. (1689), d. fyrir 1755, Ólafssonar, og konu Ólafs í Hjörleifshöfða, Sigríðar húsfreyju frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, f. 1695, d. 1784, Jónsdóttur.
Börn Jóns og Ingveldar:
1. Stefán Jónsson vinnumaður á Miðhúsum 1850, síðar á því ári í Kornhól, f. 20. ágúst 1829 á Reyni í Mýrdal, drukknaði við Landeyjasand 1. október 1850.
2. Ingimundur Jónsson bóndi og formaður, hreppstjóri á Gjábakka, f. 20. ágúst 1829, d. 25. apríl 1912.
3. Þórður Jónsson bóndi á Rauðhálsi, f. 16. nóvember 1830, d. 4. júní 1869.
4. Ingveldur Jónsdóttir, f. 25. apríl 1832, d. 8. júlí 1833.
5. Friðfinnur Jónsson vinnumaður víða, síðast á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. 30. ágúst 1834, d. 12. mars 1912.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.