Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Hólagötu 11, húsfreyja fæddist þar 25. apríl 1950.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906 á Bergstöðum við Urðaveg 24, d. 7. júní 1992 á Selfossi, og kona hans Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 9. maí 1998 á Selfossi.

Börn Sigríðar og Gunnlaugs:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 í Hvíld. Kona hans Guðrún Gunnarsdóttir, látin.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 á Seljalandi. Maður hennar Ólafur Íshólm Jónsson.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari á Selfossi, f. 26. apríl 1948 á Seljalandi. Kona hans Sesselja Sólveig Óskarsdóttir.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík í Flóa, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11. Maður hennar Björn Guðjónsson.

Eygló var með foreldrum sínum.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1967, lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1969.
Eygló vann í Tryggvaskála 1967-1968 og 1969-1970. Síðar vann hún við ræstingar og fleira á sjúkrahúsinu á Selfossi.
Þau Sigurður giftu sig 1970, eignuðust eitt barn. Þau voru bændur í Eyði-Sandvík í Sandvíkurhreppi 1970-1999. Fluttu til Selfoss og búa þar.

I. Maður Eyglóar, (15. ágúst 1970), er Sigurður Guðmundsson bóndi, f. 2. maí 1936. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Læk í Ölfusi, bóndi í Þorlákshöfn og Eyði-Sandvík, f. 22. nóvember 1896, d. 26. febrúar 1982, og kona hans Kristín Þorkatla Bjarnadóttir frá Flatey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 11. júní 1898, d. 23. febrúar 1995.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Sigurðsson félagsfræðingur, f. 9. ágúst 1989. Sambúðarkona hans Bylgja Sigmarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.