Björn Ívar Karlsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá Björn Ívar Karlsson (yngri) fyrir sonarson Björns Ívars eldri


Björn Ívar læknir.
Björn Ívar og Helga á brúðkaupsdegi sínum.


Björn Ívar Karlsson var sjúkrahúslæknir á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum þann 24. apríl 1943 og lést 29. júlí 2010. Foreldrar hans voru Karl Ó. J. Björnsson, bakarameistari og kona hans Guðrún Scheving. Björn var stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1963 og cand. med. frá Háskóla Íslands vorið 1970.

Honum var veitt almennt lækningaleyfi þann 20. desember 1972. Þá starfaði hann sem heilsugæslulæknir og aðstoðarlæknir við Sjúkrahús Vestmannaeyja frá mars 1970 til júní 1971. Hann var aðstoðarlæknir (intern) hjá Hurkley Medical Center í Flint (Michigan) í Bandaríkjunum júlí 1971 til júní 1972. Þá stundaði hann sérnám í almennum skurðlækningum frá júlí 1972 til september 1975. Hann var yfirlæknir á FSI október til desember 1975 og yfirlæknir við handlækningadeild Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum síðan 1975.

Hann kvæntist Sigríði Sigurjónsdóttir (dóttur Sigurjóns bifreiðarstjóra í Vestmannaeyjum og Önnu Þorkelsdóttur) og áttu þau einn sonn, Karl. Seinna kvæntist hann Helgu Jónsdóttur (dóttur Jóns Guðmundssonar, skipstjóra og Rósu Guðmundsdóttur, konu hans) og áttu þau tvö börn.

Björn varð Skákmeistari Vestmannaeyja árið 1971. Einnig var hann frístundabóndi með kindur og veiddi lunda í úteyjum.

Björn Ívar bjó í Garðabæ.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.

Frekari umfjöllun

Björn Ívar Karlsson skurðlæknir fæddist 24. apríl 1943 á Þrúðvangi við Skólaveg 22 og lést 29. júlí 2010.
Foreldrar hans voru Karl Óskar Björnsson bakarameistari, f. 2. október 1899, d. 30. janúar 1954, og kona hans Guðrún S. Scheving húsfreyja, verkakona, f. 14. september 1915, d. 11. nóvember 1998.

Börn Guðrúnar og Karls:
1. Sigfús Helgi Scheving Karlsson, f. 30. apríl 1940. Kona hans Ásdís Munda Ástþórsdóttir.
2. Björn Ívar Karlsson læknir, f. 24. apríl 1943, d. 29. júlí 2010. Fyrri kona hans Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir. Síðari kona hans Helga Jónsdóttir.
3. Stúlka, f. 15. maí 1946, d. nýfædd 1946.
4. Sigurður Örn Karlsson verkfræðingur, f. 10. ágúst 1947. Kona hans Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1952.
5. Hrafn Karlsson vélvirkjameistari, f. 29. maí 1950. Kona hans Anna María Baldvinsdóttir.
6. Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. september 1954. Maður hennar Stefán Brandur Stefánsson, látinn.

Björn var með foreldrum sínum fyrstu 10 ár sín, en faðir hans lést 1954. Hann ólst upp í Heiðarhvammi við Helgafellsbraut 5 hjá móður sinni og móðurafa.
Björn lauk landsprófi í Ganfræðaskólanum, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1963, varð cand. med. í Háskóla Íslands í febrúar 1970, tók amerískt útlendingapróf fyrir lækna (ECFMG) í Reykjavík í febrúar 1970.
Björn fékk almennt læknaleyfi á Íslandi 20. desember 1972 og í Noregi í desember 1997, sérfræðingsleyfi í alm. skurðlækningum á Íslandi 19. nóvember 1981 og í Noregi í janúar 1998.
Hann var aðstoðarlæknir í Vestmannaeyjum og á Seyðisfirði, heilsugæslulæknir á Seyðisfirði og í Eyjum, héraðslæknir á Seyðisfirði á námstímanum.
Björn var læknakandídat við Hurley Medical Center í Flint, Michigan frá júlí 1971 til júní 1972, aðstoðarlæknir og við sérfræðinám í almennum skurðlækningum þar frá júlí 1972 til ágúst 1975.
Björn var aðstoðarlæknir og við sérfræðinám í almennum skurðlækningum við Lenslasarettet (nú Blekingesjukhuset) í Karlshamn í Svíþjóð, handlæknisdeild frá október 1978 til nóvember 1979 og ágúst til nóvember 1980.
Hann var staðgengill yfirlæknis við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði október til desember 1975, yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahússins í Eyjum frá desember 1975 til ágúst 1998.
Þá var Björn yfirlæknir á handlæknisdeild á Hammerfest Sykehuset í Noregi frá október 1998-2004.
Þau Sigríður Þóranna giftu sig 1964, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Heiðarhvammi, síðan á Vallargötu 28.
Þóranna lést 1964.
Þau Helga giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Blokkinni við Hásteinsveg 62, síðar á Fjólugötu 19.
Björn lést 2010.

Björn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (24. júlí 1964), var Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir frá Landakoti, húsfreyja, f. 24. júlí 1944, d. 13. nóvember 1964.
Barn þeirra:
1. Karl Björnsson læknir, f. 30. september 1962. Fyrsta kona hans Ásta Garðarsdóttir, látin. Önnur kona Karls Anna Jónsdóttir, látin. Þriðja kona hans Kolbrún Tryggvadóttir ættuð frá Pétursborg.

II. Síðari kona Björns, (14. september 1968), er Helga Jónsdóttir frá Miðey, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1947.
Börn þeirra:
1. Snorri Björnsson læknir, f. 28. desember 1972. Fyrrum kona Hörn Guðjónsdóttir.
2. Didda Scheving Björnsdóttir (áður Guðrún Scheving Björnsdóttir) fata- og búningahönnuður, sjúkraliði, áður í Santa Ana, California, síðar í Mount Juliet í Tennessee, f. 16. nóvember 1978. Maður hennar John Paul Aranas Gatchalian frá Filippseyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Helga.
  • Íslendingabók.is.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.