Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir.

Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir frá Heiðarhvammi, hjúkrunarfræðingur, jógakennari fæddist 10. september 1954.
Foreldrar hennar voru Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari, f. 2. október 1899, d. 30. janúar 1954, og kona hans Guðrún S. Scheving húsfreyja, verkakona, f. 14. september 1915, d. 11. nóvember 1998.

I. Barn Karls og Matthildar Ólafsdóttur:
1. Gústaf Ólafur Teitur Karlsson múrarameistari á Akranesi, f. 18. september 1917 í Reykjavík, d. 29. ágúst 1964 á Akranesi.
II. Barn Karls og Elínar Jónsdóttur:
2. Ragnar Guðjón Karlsson sjómaður í Reykjavík, f. 2. janúar 1920 á Stóra-Hofi, Rang., 8. febrúar 1959. Barnsmóðir hans Sigríður Þóra Konráðsdóttir.
III. Barn Karls og Ástu Lilju Guðmundsdóttur:
3. Karl Róbert Karlsson í Reykjavík, f. 16. september 1923 í Reykjavík, d. 16. júlí 1984. Kona hans Karen Munch.
IV. Barn Karls og Kristínar Guðmundsdóttur:
4. Soffía Kristín Karlsdóttir leikkona, söngkona í Keflavík, f. 26. ágúst 1928, d. 6. september 2020. Barnsfaðir hennar Jón Haraldsson. Maður hennar Jón Halldór Jónsson.
V. Börn Karls og konu hans Guðrúnar S. Schevings:
5. Sigfús Helgi Scheving Karlsson markaðsfræðingur í Hafnarfirði, f. 30. apríl 1940. Kona hans Ásdís Munda Ástþórsdóttir skrifstofukona í Hafnarfirði.
6. Björn Ívar Karlsson læknir, skurðlæknir, f. 24. apríl 1943, d. 29. júlí 2010. Fyrri kona hans Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur.
7. Stúlka, f. 15. maí 1946, d. 15. maí 1946.
8. Sigurður Örn Karlsson vélaverkfræðingur, f. 10. ágúst 1947. Kona hans Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja.
9. Hrafn Karlsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 29. maí 1950. Kona hans Anna María Baldvinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, látin.
10. Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 10. september 1954. Maður hennar Stefán Brandur Ragnarsson Stefánsson rekstrar- og kerfisfræðingur, látinn.

Sesselja fæddist eftir dauða föður síns. Hún var með móður sinni og Sigfúsi móðurföður sínum í Heiðarhvammi.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1970 og 4. bekk sama skóla 1971, var í H.U.H. lýðháskóla í Danmörku í sex mánuði 1971.
Sesselja lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1975.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu á Neskaupstað 1975, á Landspítala vökudeild febrúar 1976-mars 1977, sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð vökudeild apríl 1977-15. desember 1977, á Landspítalanum vökudeild, deildarstjóri janúar 1978-september 1978, Sjúkrahúsinu á Akureyri lyflækningadeild frá nóvember 1978-maí 1981, Sjúkrahúsi Akraness maí-ágúst 1981, Borgarspítalanum september 1981 til október 1983, Köbenhavns amtsygehus Herlev í Danmörku ágúst 1986 til júlí 1988, Bredebo plejehjem, Lyngby-Taarbæk kommune febrúar til júlí 1990.
Þau Stefán giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn.
Stefán lést 2001.

I. Maður Sesselju, (7. október 1978), Stefán Brandur Ragnarsson Stefánsson viðskiptafræðingur, rekstrar- og kerfishagfræðingur hjá Byggðaverki h.f., SAP ráðgjafi hjá Nýherja, f. 29. október 1954 í Baltimore, Bandaríkjunum, d. 15. nóvember 2001. Foreldrar hans voru Ragnar Jónsson Stefánsson foringi í Bandaríkjaher, menntaskólakennari á Akureyri, f. 13. mars 1909, d. 19. apríl 1988, og síðari kona hans María Viktoría Sveinbjörnsdóttir Stefánsson húsfreyja, myndlistarkennari, skrifstofukona á Akureyri, f. 11. ágúst 1914, d. 19. nóvember 1990.
Börn þeirra:
1. Hrafnkell Stefánsson höfundur kvikmyndshandrita, námsstjóri við Kvikmyndaskólann, f. 13. apríl 1982. Kona hans Helga Ásdís Jónasdóttir.
2. Markús Stefánsson innanhúss- og iðnhönnuður í Reykjavík, f. 6. desember 1983.
3. Ragnar Stefánsson verslunarmaður í Hafnarfirði, f. 18. febrúar 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Morgunblaðið 2001. Minning Stefáns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.