Karl Björnsson (bakarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karl

Karl Óskar Jón Björnsson fæddist 2. október 1899 og 31. janúar 1954. Hann var bakari í Víðidal. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Björn Jónsson bakarameistari í Nikulásarkoti við Klapparstíg í Reykjavík.

Karl byrjaði ungur að hjálpa föður sínum í bakaríinu og fór síðan til framhaldhaldsnáms til Kaupmannahafnar í eitt ár og lagði þá stund á kökugerð sérstaklega. Hann fór utan tvívegis til að kynna sér það sem komið hafði nýtt í faginu, enda var hann vel fróður um sitt fag. Sjálfstætt starfaði hann í Reykjavík, Keflavík og síðast í Vestmannaeyjum.

Karl var listrænn. Hann var vel hagmæltur, skrifaði bæði gott mál og ágæta rithönd, hann var bókamaður mikill og átti bókakost ágætan. Sjálfur gaf hann út þrjár bækur; Brauð og kökur, Sultu- og Coktail bókin og síðast Sælgæti, sultur og saftir. Íþróttamaður var hann ágætur og varð hann þekktastur sem sundmaður. Hann varð að minnsta kosti einu sinni sundkappi ársins í Vestmannaeyjum.

Eiginkona hans var Guðrún Scheving. Þau opinberuðu trúlofun sína 12. október 1935. Þau eignuðust sex börn: Helga Scheving, Björn Ívar, stúlkubarn sem fæddist 1946 og lést aðeins sólarhringsgömul, Sigurð Örn, Hrafn, og Sesselju Karitas.


Heimildir

  • Minningargrein í Morgunblaðinu, 9. febrúar 1954.

Frekari umfjöllun

Karl Björnsson.

Karl Óskar Jón Björnsson bakarameistari í Víðidal fæddist 2. október 1899 í Reykjavík og lést 31. janúar 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Björn Jónsson í Nikulásarkoti við Klapparstíg í Reykjavík, bakarameistari, kaupmaður, f. 29. mars 1881 í Reykjavík, d. 4. ágúst 1972 og bústýra hans Sigríður Jónsdóttir f. 7. nóvember 1875, d. 17. október 1903

Karl var með foreldrum sínum 1901, en móðir hans lést er Karl var fjögurra ára. Hann var niðursetningur hjá Karítas Tómasdóttur í Nikulásarkoti 1910, var leigjandi á Laugavegi 46 1920.
Karl flutti til Eyja frá Keflavík 1928, var bakari í Garðhúsum við Kirkjuveg 14 1930, síðan í Víðidal.
Karl´eignaðist börn með fjórum konum fyrir giftingu.
Þau Guðrún giftu sig 1936, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Þrúðvangi við Skólaveg 22 1940, voru komin í Víðidal 1945, ráku þar bakarí og bjuggu þar síðan.
Karl lést 1954 og Guðrún 1998.

I. Barnsmóðir Karls var Magnhildur Ólafsdóttir, síðar húsfreyja á Akranesi, f. 23. janúar 1898 í Görðum á Akranesi, d. 17. maí 1989 á Akranesi.
Barn þeirra:
1. Gústaf Ólafur Teitur Karlsson múrarameistari á Akranesi, f. 18. september 1917 í Reykjavík, d. 29. ágúst 1964 á Akranesi.

II. Barnsmóðir Karls var Elín Jónsdóttir, síðar húsfreyja, f. 30. júní 1902 á Seyðisfirði, d. í Kaupmannahöfn.
Barn þeirra:
2. Ragnar Guðjón Karlsson sjómaður í Reykjavík, f. 2. janúar 1920 á Stóra-Hofi, Rang., 8. febrúar 1959. Barnsmóðir hans Sigríður Þóra Konráðsdóttir.

III. Barnsmóðir Karls var Ásta Lilja Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1901 í Reykjavík, d. 22. apríl 1986.
Barn þeirra:
3. Karl Róbert Karlsson í Reykjavík, f. 16. september 1923 í Reykjavík, d. 16. júlí 1984. Kona hans Karen Munch.

IV. Barnsmóðir Karls var Kristín Guðmundsdóttir verkakona á Akranesi, f. 8. september 1906 á Bakka í Dýrafirði, d. 8. apríl 1996 á Akranesi.
Barn þeirra:
4. Soffía Kristín Karlsdóttir leikkona, söngkona í Keflavík, f. 26. ágúst 1928, d. 6. september 2020. Barnsfaðir hennar Jón Haraldsson. Maður hennar Jón Halldór Jónsson.

I. Kona Karls, (4. júlí 1936), var Guðrún S. Scheving frá Heiðarhvammi, húsfreyja, f. 14. september 1915, d. 11. nóvember 1998.
Börn Guðrúnar og Karls:
5. Sigfús Helgi Scheving Karlsson markaðsfræðingur í Hafnarfirði, f. 30. apríl 1940. Kona hans Ásdís Munda Ástþórsdóttir skrifstofukona í Hafnarfirði.
6. Björn Ívar Karlsson læknir, skurðlæknir, f. 24. apríl 1943, d. 29. júlí 2010. Fyrri kona hans Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur.
7. Stúlka, f. 15. maí 1946, d. 15. maí 1946.
8. Sigurður Örn Karlsson vélaverkfræðingur, f. 10. ágúst 1947. Kona hans Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja.
9. Hrafn Karlsson vélvirkjameistari í Reykjavík, f. 29. maí 1950. Kona hans Anna María Baldvinsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, látin.
10. Sesselja Karítas Scheving Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 10. september 1954. Maður hennar Stefán Brandur Ragnarsson Stefánsson rekstrar- og kerfisfræðingur, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.