Albert Helgason (múrari)
Albert Helgason múrari fæddist 18. júní 1901 í Hafnarfirði og lést 30. apríl 1961.
Foreldrar hans voru Helgi Þórðarson múrari, steinsmiður, bóndi, í Engidal 1920, f. 22. júlí 1866 í Kaldaðarnesi í Flóa, d. 17. nóvember 1940, og kona hans Herdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1868 á Hrauni í Ölfusi, d. 1. apríl 1953.
Börn Herdísar og Helga í Eyjum:
1. Hindrika Júlía Helgadóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968, kona Sveinbjarnar Ágústs Benónýssonar.
2. Magnús Helgason skrifstofustjóri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976. Kona hans Magnína Sveinsdóttir.
3. Albert Helgason múrari, 18. júní 1901 í Hafnarfirði, d. 3. apríl 1961. Kona hans, skildu), Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir.
4. Dorothea Guðný Helgadóttir öryrki, f, 11. desember 1906 í Hafnarfirði, d. 20. desember 1959.
Albert var með foreldum sínum á Brú í Hafnarfirði 1901, í Helga Þórðarsonarhúsi þar 1910.
Hann fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1920 og bjó hjá þeim í Engidal.
Albert lærði múraraiðn og fékk sveinsbréf 1928.
Þau Jóhanna giftu sig 1933 og eignuðust Elínu á því ári.
Fjölskyldan fluttist snemma til Reykjavíkur. Þau eignuðust Hólmar þar 1936 og skildu síðar.
Albert lést 1961.
I. Kona Alberts, (13. maí 1933, skildu), var Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir frá Bræðraborg, síðar á Heiði, f. 19. ágúst 1909, d. 19. apríl 1976.
Börn þeirra:
1. Elín Albertsdóttir húsfreyja, skólafulltrúi, f. 27. október 1933, d. 19. ágúst 2015.
2. Hólmar Albertsson stýrimaður, f. 3. mars 1936, d. 7. febrúar 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.