Hólmar Albertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hólmar Albertsson sjómaður, stýrimaður fæddist 3. mars 1936 í Reykjavík og lést 7. febrúar 2012.
Foreldrar hans voru Albert Helgason múrari f. 18. júní 1901 í Hafnarfirði, d. 30. apríl 1961, og kona hans Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1909 í Bræðraborg, d. 19. apríl 1976.

Börn Jóhönnu og Alberts voru:
1. Elín Albertsdóttir húsfreyja, skólafulltrúi, f. 27. október 1933, d. 19. ágúst 2015.
2. Hólmar Albertsson stýrimaður, f. 3. mars 1936, d. 7. febrúar 2012.
Barn Jóhönnu Nikólínu með Erlendi Erlendssyni:
3. Sigríður Alda Eyland Erlendsdóttir Bradley, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 29. september 1930 á Vatnsleysuströnd, d. 23. desember 2001 í Bandaríkjunum. Maður hennar var Odell Pete Bradley.

Foreldrar Hólmars skildu. Hann var með móður sinni í Reykjavík, flutti með henni og Elínu systur sinni til Eyja 1950.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1965.
Hólmar stundaði sjómennsku, en var síðar aðstoðarmaður á húsgagnaverkstæði og stundaði trilluútgerð.
Hann bjó á Stóru-Heiði 1953, á Litlu-Heiði 1967 og 1972, flutti til Reykjavíkur.
Hólmar var ókvæntur.
Hann lést 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.