Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir frá Bræðraborg og Heiði, húsfreyja fæddist 19. september 1909 og lést 19. apríl 1976.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson skipstjóri, þá í Bræðraborg, síðar á Heiði, f. 18. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1963, og fyrsta kona hans Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 6. september 1879 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 4. ágúst 1917.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er hún var tæpra átta ára.
Hún var með föður sínum og Guðríði Jónsdóttur stjúpu sinni á Heiði 1920 og 1927.
Jóhanna var á Vatnsleysuströnd 1930 og eignaðist Sigríði með Erlendi þar á árinu.
Þau Albert giftu sig 1933, eignuðust Elínu það ár.
Þau fluttu til Reykjavíkur, eignuðust Hólmar þar 1936, en skildu.
Jóhanna fluttist til Eyja með Elínu og Hólmar 1950 og bjó þar um skeið, en fluttist aftur til Reykjavíkur og lést 1976.

I. Barnsfaðir Jóhönnu var Erlendur Erlendsson matsveinn, veitingamaður, síðast í Kanada, f. 3. september 1904, d. 14. september 1958.
Barn þeirra var
1. Sigríður Alda Eyland Erlendsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 29. september 1930 á Vatnsleysuströnd, d. 23. desember 2001 í Bandaríkjunum. Maður hennar var Odell Pete Bradley.

II. Maður Jóhönnu, (13. maí 1933, skildu), var Albert Helgason múrari, f. 18. júní 1901 í Hafnarfirði, d. 30. apríl 1961.
Börn þeirra:
1. Elín Albertsdóttir húsfreyja, skólafulltrúi, f. 27. október 1933, d. 19. ágúst 2015.
2. Hólmar Albertsson stýrimaður, f. 3. mars 1936, d. 7. febrúar 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.
  • Svanhvít Ólafsdóttir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.